Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 6
G u ð m u n d u r Pá l l Ó l a f s s o n 6 TMM 2011 · 4 stjórnartaumum. Í forystu er Evo Morales forseti sem samið hefur Boðorðin tíu til bjargar Móður Jörð. Erindi er komið til Sameinuðu þjóðanna með fulltingi annarrar fátækrar þjóðar, Ekvador, að setja rétt- indi Jarðar í alþjóðlegan sáttmála. Ég dáist að þessu göfuga framtaki en í Boðorðunum tíu er réttilega staðhæft að annaðhvort veljum við félag við Móður Jörð eða verðum barbarisma markaðar að bráð. Þegar lífið er peningavætt er því dýrmætasta fórnað fyrst. Í náttúrunni er það fegurðin, lífbreytileiki og landslag – það óborganlega. Fyrir hálfri öld réðust menn fyrst á Þjórsárver. Hefði hernaðurinn sá unnist væru auðæfi Íslands svipur hjá sjón en til allrar hamingju virðast fáir svo heimskir í dag að krefjast frekari fórna í víðernum Þjórsárvera. Í stríði taka menn landskika herskildi til að ná yfirráðum yfir heild. Á máli vistfræði heitir þetta bútun eða fragmentation og er aðferð markaðs- hyggjunnar við að sölsa náttúrugæði undir athafnalíf. Með Blönduvirkjun, Þjórsár-Tungnaárvirkjunum og Kára hnjúka- virkj un var einstök hálendisdásemd bútuð niður á altari málmbræðslu. Og enn ætlum við að ganga sömu braut miðað við Rammaáætlun. Þar liggur veikleiki hennar. Af ótal vondum dæmum tek ég eitt sem sýnir hve skammt við erum komin í verndun auðæfa landslagsins og varðar virkjun við Skrokköldu á Sprengisandi sem þar fær brautargengi. Gangi hún eftir bútum við miðhálendi Íslands í tvennt – austur og vestur – þá er komin greið leið fyrir raflínur frá norðri til suðurs um Sprengisand og þá hyrfi stóra myndin af víðernum Íslands endanlega. Hér er rétt að staldra við og spyrja: Þurfum við ekki að hugsa öðru- vísi? Eða er sá tími kannski að renna upp að fórnirnar duga ekki og við seljum landið sem okkur hefur verið trúað fyrir – fyrir denara eða yuana? Er það virkilega svo að við ætlum að selja fósturjörðina – okkar Móður Jörð? Ætlum við að kóróna skömmina með því að vera land- sölumenn, selja frumburðarrétt allra Íslendinga, borinna og óborinna, eftir að hafa stundað landeyðingu og auðlindagjafir? Virkjun hjá Skrokköldu væri harmleikur en gæti fengið lagalegan passa Alþingis Íslendinga rétt eins og Kárahnjúkavirkjun. Gleymum því ekki að Alþingi á að vera sverð og skjöldur íslenskrar náttúru – en hefur vanrækt varðstöðuna. Þess vegna höfum við slappa náttúruverndarlög- gjöf og slappar lagagirðingar – þess vegna var mengandi iðnaði lofað lágmarks mengunarvörnum í aðför stjórnvalda að náttúru Íslands og almenningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.