Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 38
Þ r ö s t u r H e l g a s o n
38 TMM 2011 · 4
sinni í frumskóginum og innleitt valdatengsl í samskipti þeirra.19
Derrida andmælir þessari túlkun í bók sinni De la grammatologie sem
er beinlínis stefnt gegn þeirri hugmynd að mælt mál sé náttúrulegra,
upprunalegra og saklausara en skrifað (gramma er gríska og merkir
stafur eða dráttur, lína, strik). Með því að rýna í bók LéviStrauss
leiðir hann í ljós að valdatogstreitu, ofbeldi og spillingu hugarfarsins
hafi verið að finna meðal Nambikwara áður en þeir komust í kynni
við hinn vestræna mann. Hugmyndir mannfræðingsins um spillingu
skriftarinnar og hreinleika tungunnar lýsi aðeins óskhyggju um að
sakleysið, sem Vesturlöndin hafa glatað, sé enn til einhvers staðar í nátt
úrulegra samfélagi, ósnortnu af spillingu okkar eigin menningar. Þó að
þessi ósk virðist lýsa góðum og opnum hug til hinna fyrrum fyrirlitnu
ættbálkasamfélaga þriðja heimsins sé hún umfram allt bara önnur hlið
á sjálfhverfum eða þjóðhverfum sjónarmiðum fyrsta heimsins.20
Ef aftur er snúið að sögu Gyrðis má segja að í skilningi Derridas sé
jafnvel hvítþveginn veggurinn hlaðinn menningarlegum eða merkingar
legum þunga. Hreinleikinn, sakleysið, hið upprunalega ástand er blekk
ing. Maðurinn er hluti eða afurð menningarinnar hvort sem honum líkar
það betur eða verr. Hið náttúrulega eða upprunalega og „rétta“ ástand er
ekki möguleiki. Merkingin, tilgangurinn með þessu öllu saman, er að
flækjast um í síkviku menningarlandslaginu, þar sem ræturnar breiða
úr sér lárétt en ekki lóðrétt,21 þar sem hver og einn stendur frammi fyrir
auðri síðu sem þó er (menningarlega) skilyrt.
Og hér kemur reyndar annað hugtak úr skrifum Derridas (og fleiri)
upp í hugann, palimpsest eða uppskafningur, sem á ættir að rekja til
handritafræða.22 Það vísar til þess að texti handrita var skafinn upp –
eða máður burt – svo hægt væri að skrifa nýjan texta á bókfellið. Hjá
Derrida verður þetta tákn um að það búi alltaf eitthvað undir textanum,
einhver annar texti. Sjálfur notaði hann útstrikanir (þ.e. yfirstrikanir)
í verkum sínum (De la grammatologie) til þess að tákna það sem undir
byggi. Og í heimi veggjakrotarans er útstrikun – veggur þar sem málað
hefur verið yfir gamalt krot – ótvírætt boð um að skrifa nýjan texta,
halda áfram merkingarsköpuninni.23
*
Í ljóðinu „Haust“ úr ljóðabókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar
eftir Gyrði, sem kom út sama haust og Milli trjánna, segir: „hvað / tré
eru merkilegar lífverur // Þau halda uppi himninum“.24 Hér er trjám
stillt upp sem eins konar miðlunartæki á milli himins og jarðar, hins