Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 38
Þ r ö s t u r H e l g a s o n 38 TMM 2011 · 4 sinni í frumskóginum og innleitt valdatengsl í samskipti þeirra.19 Derrida andmælir þessari túlkun í bók sinni De la grammatologie sem er beinlínis stefnt gegn þeirri hugmynd að mælt mál sé náttúrulegra, upprunalegra og saklausara en skrifað (gramma er gríska og merkir stafur eða dráttur, lína, strik). Með því að rýna í bók Lévi­Strauss leiðir hann í ljós að valdatogstreitu, ofbeldi og spillingu hugarfarsins hafi verið að finna meðal Nambikwara áður en þeir komust í kynni við hinn vestræna mann. Hugmyndir mannfræðingsins um spillingu skriftarinnar og hreinleika tungunnar lýsi aðeins óskhyggju um að sakleysið, sem Vesturlöndin hafa glatað, sé enn til einhvers staðar í nátt­ úrulegra samfélagi, ósnortnu af spillingu okkar eigin menningar. Þó að þessi ósk virðist lýsa góðum og opnum hug til hinna fyrrum fyrirlitnu ættbálkasamfélaga þriðja heimsins sé hún umfram allt bara önnur hlið á sjálfhverfum eða þjóðhverfum sjónarmiðum fyrsta heimsins.20 Ef aftur er snúið að sögu Gyrðis má segja að í skilningi Derridas sé jafnvel hvítþveginn veggurinn hlaðinn menningarlegum eða merkingar­ legum þunga. Hreinleikinn, sakleysið, hið upprunalega ástand er blekk­ ing. Maðurinn er hluti eða afurð menningarinnar hvort sem honum líkar það betur eða verr. Hið náttúrulega eða upprunalega og „rétta“ ástand er ekki möguleiki. Merkingin, tilgangurinn með þessu öllu saman, er að flækjast um í síkviku menningarlandslaginu, þar sem ræturnar breiða úr sér lárétt en ekki lóðrétt,21 þar sem hver og einn stendur frammi fyrir auðri síðu sem þó er (menningarlega) skilyrt. Og hér kemur reyndar annað hugtak úr skrifum Derridas (og fleiri) upp í hugann, palimpsest eða uppskafningur, sem á ættir að rekja til handritafræða.22 Það vísar til þess að texti handrita var skafinn upp – eða máður burt – svo hægt væri að skrifa nýjan texta á bókfellið. Hjá Derrida verður þetta tákn um að það búi alltaf eitthvað undir textanum, einhver annar texti. Sjálfur notaði hann útstrikanir (þ.e. yfirstrikanir) í verkum sínum (De la grammatologie) til þess að tákna það sem undir byggi. Og í heimi veggjakrotarans er útstrikun – veggur þar sem málað hefur verið yfir gamalt krot – ótvírætt boð um að skrifa nýjan texta, halda áfram merkingarsköpuninni.23 * Í ljóðinu „Haust“ úr ljóðabókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar eftir Gyrði, sem kom út sama haust og Milli trjánna, segir: „hvað / tré eru merkilegar lífverur // Þau halda uppi himninum“.24 Hér er trjám stillt upp sem eins konar miðlunartæki á milli himins og jarðar, hins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.