Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 88
G a r ð a r B a l d v i n s s o n 88 TMM 2011 · 4 þar sem vindurinn blés af krafti og þvottasnúrurnar hringsnerust hver um aðra. En það var einhver breyting í pípunum. Orri vélstjóri hnippti í hann og benti honum aðeins út fyrir bátinn þar sem tvær súlur svifu með vængina aftur beint niður að sjónum og stungust eins og spjót ofan í sjóinn án þess að gára yfirborðið þótt smámerki sæist. Himinninn var ekki enn orðinn gullinn enda bara komið rétt yfir hádegi. Ragnari fannst eins og allt væri einhvern veginn að ljúkast utan um hann. Hann þorði varla að hugsa til þess hvernig lífið yrði án hennar – ef það yrði þá án hennar – hann vonaði að hún sæi að sér þegar hann kæmi næst í land. „Nú hvað finnst þér eiga að verða um okkur?“ hafði hann spurt. „Ég held að þessu sé lokið hjá okkur,“ sagði hún. Honum fannst allt í góðu lagi. Hann vildi ekki vera með neina stæla við hana þótt hún segði stundum við strákana þegar þeir voru eitt­ hvað óþekkir, að þeir væru alveg eins og hann pabbi þeirra. Eða þegar hún hreytti út úr sér þegar hann var nýkominn inn í eldhúsið: „Gastu ekki gengið betur frá skónum þínum?“ Ragnar tók þessu eins og hverju öðru hundsbiti og fannst ekki að hún gæti verið að þessu út af svona smámunum. „Ég fæ húsið og strákarnir verða hjá mér,“ sagði hún. Það var eins og hún hefði hugsað þetta allt og ákveðið síðan hvernig allt ætti að vera án þess að tala við hann. Þau höfðu alltaf verið svo náin og talað um alla hluti. Eins og varðandi strákana. Nöfnin á þeim. Fötin þeirra. Uppeldi þeirra. Og hann var harla glaður yfir því hvernig þeim hafði tekist að koma þeim upp þótt þeir væru bara átta og tíu ára. Það komu auðvitað alltaf upp einhver mál á meðan hann var á sjónum og hann gat ekki tekið þátt í að ákveða hvernig skyldi tekið á þeim. En hún sagði honum frá því í landlegunum og þau ræddu hvernig hún hefði tekið á þeim og hvað honum fyndist um það. Yfirleitt var hann alveg sammála henni og sagði henni það. Það kom fyrir að hann væri ósam­ mála og hann sagði henni það líka. Þá komust þau að nýrri niðurstöðu og hún fylgdi henni upp frá því ef hægt var. Eins og þegar Andrés, sá eldri, varð uppvís að því að hafa stolið peningum frá bekkjarfélaga sínum. Þá setti hún hann í skammarkrókinn í tvo daga. Hann vildi að hún hefði heldur látið hann skila peningunum og biðjast afsökunar. Þegar Lilli barði félaga sinn eftir skóla tveimur árum síðar tók hún á málinu eins og þau höfðu komið sér saman um. Hún lét hann fara heim til félagans og biðja hann og foreldra hans afsökunar. Ræddi síðan við hann um að maður leysti ekki málin með ofbeldi. Þau beittu aldrei ofbeldi gagnvart drengjunum. Reyndu að beita fortölum og jafnvel algeru banni ef ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.