Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 5
L í f i ð e r f é l a g s s k a p u r !
TMM 2011 · 4 5
Heimsbyggðin býr við markaðsvæðingu kapítalismans og rányrkju
allra jarðargæða. Loks er Jörðin orðin að einni samfelldri nýlendu fjöl
þjóðlegra risafyrirtækja. Einu gildir hvort Kína, Bandaríkin eða Ísland
eiga í hlut. Jafnvel Grænland er orðið að Klondike ALCOA og Lands
virkjunar. Kóróna markaðsvæðingar er sögð felast í samkeppni og að
þeir hæfustu munu lifa. Á mannamáli þýðir það að fjölþjóðleg risafyrir
tæki muni dafna en náttúra og alþýða blæða.
Efnahagshrun Íslands á rót að rekja til hagvaxtartrúboðs markaðs
hyggjunnar og spillingar. Öllu sem nafni tjáir að nefna var fórnað á
altari hagvaxtar og einkavæðingar: landi, náttúrugæðum, bönkum,
fólki og velferð. Til stóð að einkavæða allt vatn á Íslandi svo hægt væri
að selja það og ALCOA fékk víðernin okkar vestan og austan Snæfells
til eilífðarnota. Áður hafði Alúsviss, svo Alcan og hið alræmda Ríó
Tintó fengið gefins fágæt hálendisauðæfi við Þjórsá og Tungnaá og við
bjóðum Ríó Tintó meira. Norðurál fékk rafmagn Blöndu á gjafverði, svo
og heiðalönd Blöndu og þótti ekki nóg – reyndi að véla til sín Þjórsárver.
Það tókst næstum því. Þannig hefur verið unnið markvisst með fjöl
þjóðlegum fyrirtækjum gegn hagsmunum almennings og kynslóðanna
sem erfa munu landið, fórnirnar og skuldirnar.
Náttúruvernd er fyrst og síðast mannvernd. Hún er siðvæðing og snýst
um mannréttindi, virðingu fyrir lífi, komandi kynslóðum og sköpunar
krafti Jarðar. Er þá ekki sorglegt að stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðis
flokkur, sem lengst af hefur stjórnað Íslandi, á engan talsmann nátt
úruverndar á Alþingi lengur? Flokkurinn hefur snúið baki við siðaboð
skap og visku í mikilvægasta málaflokki á Jarðvísu, rétt eins og nátt
úruvernd snúist um hægri og vinstri. Er það ekki einnig döpur umsögn
um þennan valdamikla flokk, um Alþingi Íslendinga og íslenska þjóð að
nú í upphafi 21. aldar er engin heilsteypt verndarlöggjöf til um þjóðar
hagsmuni sem sitja ættu í öndvegi? Við eigum einstakt vatnaríki en án
heildstæðrar vatnsverndarstefnu, erum útvegsþjóð án hafverndarstefnu,
búum við sérstakt gróðurfar á eyju án gróðurverndarstefnu og í lands
lagi á úthafshrygg sem ætti að vera meira og minna á heimsminjaskrá
en er án heildstæðrar verndarstefnu. Við erum sinnulaus og stefnulaus
og gráðug. Við rænum gæðum barna okkar um leið og við gumum af
einstökum gáfum okkar og höfðingjablóði sem birtist samt alltaf sem
þrælslund – nú síðast þrælslund gagnvart skúrkum fjölþjóðafyrirtækja
og vafasömum auðmönnum.
Í því blásnauða landi Bólivíu þar sem fólk hefur um langt skeið
verið kúgað af herforingjaklíkum hafa almennir borgarar tekið við