Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 40
Þ r ö s t u r H e l g a s o n
40 TMM 2011 · 4
Tilvísanir
1 Gyrðir Elíasson: „Innland“, Nokkur almenn orð um kulnun sólar, Akranes: Uppheimar, 2009,
bls. 6.
2 Gyrðir Elíasson: „Milli trjánna“, Milli trjánna. Smásögur, Akranesi: Uppheimar, 2009, bls.
59–65. Hér eftir verður vísað til þessarar útgáfu með blaðsíðutölum innan sviga.
3 Í knattspyrnu er til að mynda talað um skógarferðir markvarða sem fara í ótímabær úthlaup frá
markinu (merkinu, merkingunni) sem þeir eiga að verja.
4 Við lestur á sögu Gyrðis leitar hugurinn oft til Henrys Davids Thoreau og bókar hans Walden.
Þá skógarstíga, sem einnig liggja yfir í önnur verk Gyrðis svo sem Sandárbókina, gefst hins
vegar ekki rými til að þræða hér.
5 Raymond Williams segir ensku hugtökin „nature“ og „culture“ meðal hinna flóknustu í málinu
í bók sinni Keywords. A vocabulary of culture and society en umfjöllun hans varpar skýru ljósi
á þau (endurskoðuð útgáfa, New York: Oxford University Press, 1983, bls. 87–93 og 219–224).
6 Sjá Claude LéviStrauss: The Raw and the Cooked. Introduction to a Science of Mythology: I,
John og Doreen Weightman þýddu, New York og Evanston: Harper & Row, Publishers, 1969 (á
frummálinu: Le Cru et le Cuit, 1964).
7 Þess má geta að Gyrðir hefur þýtt sögu eftir Singer sem heitir Sögumaðurinn Naftalí og hestur-
inn hans (Reykjavík: Bjartur, 2003. Á ensku, sem var annað mál Singers, heitir sagan „Naftali
the Storyteller and his Horse“ en Singer frumsamdi iðulega á jiddísku).
8 Sjá Claude LéviStrauss: „Formgerð goðsagna“, Gunnar Harðarson þýddi, Spor í bókmennta-
fræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og
Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1991, bls. 53–80, hér
bls. 75.
9 Hélène Cixous setur fram eftirfarandi lista, byggðan á tvenndarkerfinu Maður/Kona sem
hún og Derrida gagnrýna, en í honum fær karlinn jákvæðu eiginleikana í sinn hlut á meðan
konunni er eignuð neikvæða hliðin: „Hreyfing/Hreyfingarleysi; Sól/Tungl; Menning/Nátt
úra; Dagur/Nótt; Faðir/Móðir; Höfuð/Hjarta; Skynsemi/Tilfinning; Rökvísi/Ástríður.“ Sjá í
Sorties (bls. 115). Hingað fengið úr grein Irmu Erlingsdóttur, „Lesin: epli og kynjamunur. Um
kynjafúgur Hélène Cixous“ í Flögð og fögur skinn (Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 148).
10 Derrida segir: „Dés qu’il est saisi par l’écriture, le concept est cuit.“ Sjá í Jacques Derrida par
Geoffrey Bennington et Jacques Derrida (Paris, Seul, 1991), hingað fengið úr grein Geirs Svans
sonar, „Kynin tvö/Kynstrin öll. Um kynusla, kyngervisútlaga og efni(s)legar eftirmyndir“ í
Flögð og fögur skinn (Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 140).
11 Hér vakna hugrenningatengsl við orð Isaacs Bashevis Singer sem líkti meðferð manna á dýrum
við eilífa helför (e. for the animals, it is an eternal Treblinka). Samanburðinn gerði hann í nokkr
um sögum sínum, meðal annars í Enemies. A Love Story, The Penitent og The Letter Writer.
12 Mikið hefur verið skrifað um fagurfræðilega og jafnvel pólitíska merkingu punktsins. Gott
yfirlit yfir þessi skrif er að finna í riti Jennifer DeVere Brody, Punctuation: Art, Politics, and Play
(Durham og London: Duke University Press, 2008). Þar er sýnt fram á hvernig kommusetning
í senn fangar, býr til og rífur niður hugsun.
13 Sjá Roland Barthes: „Dauði höfundarins“, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir þýddu,
Spor í bókmenntafræði 20. aldar, bls. 173–180. Málsgreinarnar tvær eru módernískur texti
(ógegnsær, f læðandi) en kannski er það fyrst og fremst staðsetningu krotsins sem telja má póst
móderníska, krotið er villt skrift eða skrift á villigötum, á röngum stað. Tala mætti um vegginn
sem menningarlega afgirt svæði.
14 Sjá Claude LéviStrauss: „Formgerð goðsagna“, bls. 61–68.
15 Barrtré voru raunar upphaflega flutt hingað til lands frá Alaska.
16 Martin S. Regal bendir á að Pinter hafi verið undir áhrifum bókarinnar The Awakenings eftir
Oliver Sacks. Sjá Martin S. Regal, Harold Pinter: A Question of Timing (London: Macmillan
Press, 1995, bls. 121–125).