Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 14
G u ð n i E l í s s o n 14 TMM 2011 · 4 Björk Stefánsdóttir segir nýju andlitin „mun sveigjanlegri og ekki jafn „fasísk“ og Kolbrún Halldórs“ og Þór Jóhannesson hvetur menn til þess að hafa ekki „áhyggjur af bulludollunni hún hefur ekkert fyrir sér og sameinumst um að strika hana út“. Ólafur B. Ólafsson segir yfir­ lýsingu Kolbrúnar vera stærsta fíflaskapinn „korter í kostningar“ [svo] á meðan Gunnar Th. Gunnarsson segir „Þetta fáið þið!“ við pólitíska andstæðinga sína. „Á að fara aftur í fjallagrasafarið?“ spyr Guðmundur Ragnar Björnsson og segir fólk finnast í vinstri grænum sem ekki hafi „neitt jarðsamband“. Björn Indriðason segir flokkinn „[á] móti öllu!“ og „Framtíðarsýn VG [vera] sem sagt að við dönsum úti á túni skít blönk [svo] með blóm í hárinu“. Jóhann Elíasson spyr hvort „fólk í Norð­ austurkjördæmi [ætli] virkilega að kjósa þetta yfir sig?“, á meðan Jens Sigurðsson segir Kolbrúnu Halldórsdóttur vera veruleikafirrta og ein­ hvern hinn mesta kjána „sem hefur tekið sæti á hinu há [svo] Alþingi“. Rósa Aðalsteinsdóttir tekur undir orð Jens í athugasemdum við færslu hans og segir Íslendinga hafa „leyfi frá almættinu að nýta náttúruna“.27 Þeir örfáu sem taka upp hanskann fyrir þingkonuna eru umsvifalaust kveðnir í kútinn. Magnús Bergsson, sem bloggar á vefnum Náttúra og hrósar Kolbrúnu fyrir skynsemina, er hvattur til að „hugsa aðeins út fyrir húsvegginn hjá [sér]“ og Kristinn Svanur Jónsson segir „þetta nákvæm­ lega lýsandi fyrir þá öfgastefnu sem er innan raða vinstri grænna. Drepa atvinnulífið, drepa vonina, drepa metnað fólks til að standa sig og fæla alla skynsama Íslendinga af landinu“. Hann hvetur fólk til þess að stoppa „þessa sturluðu stefnu, kjósum EKKI vinstri græna!“28 Í fréttaskýringu sem birtist á vefritinu vinstrisinnaða Smugunni um málið nokkrum dögum eftir kosningar kallar blaðamaðurinn Elías Jón Guðjónsson málið „Storm í olíutunnu“.29 Áhugavert er hvernig Elías, sem er fyrrverandi varaformaður ungliðahreyfingar vinstri grænna, víkur sér undan því að taka á meginforsendunum fyrir því að ekki eigi að fara í olíuleit á Drekasvæðinu, þótt hann vísi vissulega til hug­ mynda um sjálfbærni. Hann leggur fremur áherslu á ýmsa óvissuþætti sem tengjast olíuvinnslu á svæðinu, t.d. það hvort olíu sé þar yfirhöfuð að finna og hvort hægt sé að ná til hennar. Olíuvinnsla verði því ekki „stærsta viðfangsefni íslenskra stjórnmála á næstu árum“. Svo vandræðaleg var yfirlýsing Kolbrúnar fyrir flokkinn að Stein­ grímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, átti í mesta basli með að snúa sig út úr málinu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 þurfti að „ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hug­ myndafræði flokksins.“ Steingrímur var að lokum þvingaður til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.