Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 90
G a r ð a r B a l d v i n s s o n 90 TMM 2011 · 4 „Hætta? Að elska þá? Nei, auðvitað ekki,“ sagði hún hissa. „Ég er bara að tala um fjölskylduna. Að halda henni saman.“ „Ég held það væri bara gott fyrir þá að vera hjá mér þegar ég á frí,“ sagði hann sjálfum sér að óvörum. Hann ætlaði ekki í neinn slag við hana. Það kom honum skemmtilega á óvart að segja þetta. Hann leit aftur út um gluggann. Það hafði lægt um sinn úti og þvottasnúrurnar löfðu eins og í lausu lofti hver í sinni braut. „Nei, það er best fyrir börnin að vera hjá mömmu sinni,“ sagði hún. Honum fannst á vissan hátt að hún hefði lög að mæla. En um leið að það væru einhver ólög. Að það væri hreinlega strikað yfir sig. Ekki að það væri vont fyrir þá að vera hjá henni heldur að þeir væru bara hjá henni en ekkert hjá honum. „Þú ætlar ekkert að flytja úr þorpinu, er það?“ spurði hún og það var í fyrsta sinn sem örlaði á óöryggi hjá henni. Hann var ekki alveg kominn svo langt. Nei, hann var ekki beinlínis með það á prjónunum. Hann vissi samt ekki hvað hann ætlaðist fyrir. Hann héldi bara áfram á Gjafari á trolli núna í sumar. Hann hugsaði ekki lengra enda snerust allar hugsanir hans um drengina. „Þú verður samt allavega að flytja úr húsinu,“ sagði hún. Auðvitað ætlaði hann að koma vel fram og auðvitað myndi hann aldrei gera neitt á þeirra hlut. Drengirnir yrðu að búa við öryggi og það lá beinast við að hann léti henni og þeim eftir húsið. Hann var bara ekki búinn að hugsa þetta svona langt. Og Ingólfur var núna fullorðinn maður, liðlega tvítugur, en hafði samt ekkert samband þótt þau María hefðu sæst á að hún feðraði hann og Ragnar borgaði tveggja ára meðlag aftur í tímann og svo í tvö ár í viðbót eins og lög gera ráð fyrir. Hann var fyllilega sáttur við þá lausn, en honum sveið að svo skyldi ekkert samband komast á milli þeirra feðganna. Jafnvel Harpa mátti sín einskis í þeim efnum þótt hún legði vissulega sitt til. Og hann skrifaði sig enn Maríuson. „Komdu. Það er kominn matur,“ sagði vélstjórinn og leiddi hann af stað. Það hafði róast meðfram bátnum og súlurnar tvær voru horfnar og flestir múkkarnir. Þeir gengu saman fram í lúkar. Þeir voru vel að matnum komnir eftir góða vinnu við síðasta hal. Vélstjórinn hafði líka allar kjaftasögurnar á hreinu, hver hafði laust herbergi til dæmis. Hver var að leggja snörur fyrir hvern. „Hvernig gengur með gaurinn í kjallaranum?“ spurði hann. Eins og það væri ekki allt í lagi. Hann var á Danska Pétri á útilegum. Og aldrei nein vandræði með hann. Leigan kom alltaf á réttum tíma og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.