Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 124
D ó m a r u m b æ k u r
124 TMM 2011 · 4
andstæðum og sem slíkar eru þær bæði
smættaðar niður og eins staðlaðar og
kvenpersónur hafa orðið í gegnum tíð
ina. Helga hefur áhuga á nýtísku fatnaði
og lifnaðarháttum, en Unnur vinnur
klæði, húsbúnað og það sem þarf til
heimilis samkvæmt fornri handiðnaðar
hefð bændastéttarinnar. Helga er frjó
söm en Unnur ófrjósöm, Helga hverfur
til borgarinnar en Unnur verður eftir í
sveitinni. Helga er dæmigert tálkvendi
því hún á frumkvæði að öllu á milli
þeirra Bjarna en Unnur er dyggðug.
Helga er gerandi en Unnur þolandi.
Þótt Bergsveinn líki hinu kvenlega
við landslagið á jarðbundinn hátt, fellur
hann hreint ekki í þá gildru að sjá ein
ungis samsvaranir á milli kvenna og
dýra í þessu verki sínu. Helga er að vísu
með „kýraugu“ og holdafar sem hver ær
gæti verið stolt af, en svo allrar sann
girni sé gætt líkir Bjarni sjálfum sér
ekkert síður við hrútana en konunum
við skepnurnar. Hann leggst meira að
segja svo lágt að níðast á ársgamalli
gimbur er girndin ber hann ofurliði.
Þukl hans á henni minnir hann með
ómótstæðilegum hætti á Helgu angandi
af keytu á þeirra fyrsta ástarfundi. Á
öðrum stundum þegar Bjarni getur ekki
fundið ástríðum sínum útrás með Helgu
sjálfri fróar hann sér í lækjum og laut
um. Hann leggst niður í Helguþúfur,
„með höfuðið á milli brjóstanna“ (bls.
28) og ímyndar sér að hann sé í faðmi
hennar. Eins og hann orðar það sjálfur
gerir hann „jörðina að kærustu“ sinni –
oft og tíðum í bókstaflegum skilningi
(bls. 80).
Þá er iðulega lítil reisn yfir Bjarna
sem karlmanni, t.d. þegar hann keyrir
heim frá Helgu á traktornum eftir
þeirra fyrsta ástarfund „sluprugur um
innanverð lærin“ (bls. 36), þegar hann
lýsir sig reiðubúinn til að „sladda á“
(bls. 52) henni að nýju og sömuleiðis er
hann nefnir í framjáhlaupi að hann hafi
„skotið ref skítandi“ (bls. 81) – svo fátt
eitt sé nefnt. Kómík og hálfkæringur
vokir þannig yfir öllum lýsingum eins
og til að taka aðeins kúfinn af ofhlæði
og tilfinningahita hins hagmælta sögu
manns.
Allt er þetta athæfi bréfritarans og
aðalsöguhetjunnar sem sagt ýkt, sem
ýtir undir þá tilfinningu að höfundur sé
meðvitaður um þær hættur er kunna að
leynast í því kynjapólistíska samhengi er
verkið óneitanlega kallar fram. Því það
er eins og áður var bent á stundum stutt
í óþægilegar tengingar úr samtímanum.
Lítill munur er t.d. á konunni sem
„dráttarvél“ og margfrægum myndlík
ingum Gilzeneggers um konur, þótt þær
verði ekki tíundaðar nánar hér.
*
Þegar Bjarni bóndi fer að nálgast sam
tímann og ellina í bréfi sínu, fer kjarni
verksins að taka á sig mynd. Þarna hefst
um leið fegursti þáttur þessarar stuttu
bókar hvort heldur litið er til stíls eða
efnistaka. En Bergsveini tekst víða veru
lega vel upp við að kalla fram hnitmið
aðar myndir á þessum síðum þar sem
um er að ræða grundvöll verksins;
þ.e.a.s. spurninguna um eðli ástarinnar
eða kærleikans. Það er ljóst að Bjarna
þótti ætíð vænt Unni eiginkonu sína
þrátt fyrir þrána sem hann bar í brjósti
til Helgu. Ástin til eiginkonunnar er þó
eftir á að hyggja mótuð af þeirri stað
reynd að viðhorf hennar til heimilis
haldsins og hinnar þjóðlegu hefðar er
mun líkara afstöðu Bjarna sjálfs en til að
mynda lífsviðhorf Helgu. Helga þráir
það helst sem nútíminn hefur fram að
færa, hún hefur tískuvitund sem kemur
frá útlöndum og yfirgefur hina þjóðlegri
arfleifð bændalífsins án eftirsjár og
lætur reyna á möguleika sína í borginni.