Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 118
118 TMM 2011 · 4 Fríða Björk Ingvarsdóttir Örlagaríkt ástleysi Bergsveinn Birgisson: Svar við bréfi Helgu. Bjartur. 2010 Lesendum Bergsveins Birgissonar hefur orðið tíðrætt um stílinn í verkum hans, enda er hann óvenjulegur, styrkur Berg­ sveins og sérstaða sem höfundar. Þjóð­ legur andi og kjarnyrt mál ræður ríkj­ um í öllum þeim þremur skáldsögum sem Bergsveinn hefur sent frá sér. Honum tekst á afar sannferðugan hátt að skapa sögupersónum sínum kynngi­ magnað orðfæri sem er í senn alþýðlegt og litað af sagnaarfinum. Segja má að breytingar og þróun íslensks samfélags og tungutaks undanfarna áratugi af­ hjúp ist í því hversu óvenjulegt og fram­ andi listbragð í stíl slíkt málfar er orðið nútildags. Það á eigi að síður einstaklega vel við í því samhengi sem Bergsveinn velur því og er nátengt grunnatvinnuvegum Íslands, sjávarútvegi og landbúnaði. Fyrsta skáldsaga Bergsveins, Landslag er aldrei asnalegt (2003), gerist í litlu þorpi norður við úthaf, sú síðasta, Svar við bréfi Helgu (2010), í ótilgreindri sveit. Og þótt sögusvið þeirrar í miðið, Hand­ bókar um hugarfar kúa (2009), sé í borginni, er viðfangsefnið nátengt land­ búnaði, auk þess sem sagan leysist að lokum upp í einskonar fantasíu byggða á þjóðsagnaarfi. Fyrir Svar við bréfi Helgu hlaut Bergsveinn sína aðra tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, en áður hafði hann verið tilnefndur fyrir Landslag er aldrei asnalegt, sem sætti nokkrum tíðindum þar sem um frum­ raun hans á sviði skáldsagnagerðar var að ræða. Frásagnir Bergsveins af veðurfari, landslagi og atvinnuháttum til sjávar og sveita vísa víða með skemmtilegum hætti í bókmenntaarfinn. Veðurfarslýs­ ingarnar minna til að mynda sumpart á skrif Þórbergs Þórðarsonar um það efni, en landslagslýsingar Bergveins kallast á við sveitarómantíkera á borð við Guð­ rúnu frá Lundi, ekki síst á þeim stöðum þar sem hegðun og umgengni við dýr verður táknræn fyrir innri líðan sögu­ persóna. Ein frægasta persóna Guðrúnar er Jón hreppstjóri í Dalalífi, en karl­ mennska hans kemur iðulega fram í gegnum hestana sem hann heldur, þeir og hann renna saman svo vart má á milli sjá hvort Jón er meiri foli eða hrossin. Því er líkt farið með Bjarna, söguhetju Bergsveins í Svari við bréfi Helgu: hann rennur saman við hrútana í „fengitíð“ lífs síns (bls. 46). Frásagnir af starfsháttum samsvara iðulega tíðar­ andanum úr ótal þjóðlífsþáttum og end­ urminningum fyrri tíðar eins og þær hafa til dæmis birst okkur í safnritum Gils Guðmundssonar. Það eru ekki margir af kynslóð Berg­ sveins sem hafa gert sér mat úr þessum efniviði nema í tengslum við sögulegan skáldskap. Þessi ríka tilfinning fyrir málfari og tíðaranda er þó fyrir hendi í trílógíu Jóns Kalmans, Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins, en sögusviðið í þeim verkum heyrir fortíðinni til – ólíkt verkum Bergsveins. * Þegar Landslag er aldrei asnalegt kom út D ó m a r u m b æ k u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.