Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 53
U m f r e l s i o g j ö f n u ð TMM 2011 · 4 53 Ameríka varð af þessum sökum afar ofbeldisfullt samfélag, þrúgað af arfleifð aftan úr villta vestrinu þar sem byssan skar úr um deilur manna. Rétturinn til að bera vopn er tilgreindur í bandarísku stjórnar­ skránni. Bandaríkjamenn hneigjast til þess, allt fram á okkar daga, að vera tortryggnir – jafnvel fjandsamlegir – gagnvart íhlutun ríkisins um sinn hag, jafnvel þótt um sé að ræða umhyggjusemi af því tagi að tryggja öllum borgurum rétt til sjúkratrygginga. Þrátt fyrir risavaxinn hallarekstur ríkisins og hraðvaxandi viðskipta­ halla og trilljónir dollara í opinberum skuldum, neita margir hverjir að borga skatta. Hægrimenn í Bandaríkjunum hafa að vísu þanið út ríkisbáknið vegna fjárausturs í vígbúnað, en lækka á sama tíma skatta á hina ríku og neita þar með að borga fyrir bruðlið. Og mesta vopnasafn heims er ekki að finna í höndum einræðisherra þriðja heimsins – heldur undir rúmum bandarískra borgara. Hömlulaus einstaklingshyggja og djúprætt tortryggni í garð yfirvalda er enn þann dag í dag eitt helsta sérkenni bandarísks þjóðfélags. En þótt margt sé ólíkt er annað sláandi líkt með landnemaþjóð­ félögum okkar Íslendinga og Bandaríkjamanna, þrátt fyrir aðskilnað í tíma og rúmi. Í báðum þjóðfélögum var öfgakennd einstaklingshyggja ráðandi. Samt einkenndust þessi þjóðfélög af meiri jöfnuði en fyrir fannst í þjóðfélögum erfðaaðals í Evrópu. Ímynd Bandaríkjanna var sú að þau væru land tækifæranna fyrir hina snauðu og útilokuðu. Þetta er beinlínis skilgreining hins ameríska draums. Viljirðu leggja hart að þér, geturðu orðið ríkur. Íslenska tilraunin um þjóðfélag sem byggðist á nýfrjálshyggju­ draumn um um frelsi einstaklingsins frá þvingunarvaldi ríkisins stóð í 330 ár. Undir lokin fór þessu þjóðfélagi stöðugt hnignandi vegna vaxandi ójafnaðar sem leiddi af sér félagslega upplausn, borgarastríð og endanlega uppgjöf. Ameríska tilraunin með frelsið hefur nú staðið í 235 ár. Þótt Bandaríkin hafi enn aðdráttarafl fyrir snauða innflytjendur, aðallega frá hinum „hrundu ríkjum“ (e. failed states) Mið­Ameríku, er nú svo komið að Bandaríkin eru orðin mesta ójafnaðarþjóðfélag heims. Á sl. 30 árum hefur ójöfnuðurinn náð slíkri stærð, að það vekur upp spurning­ una: Er frelsið orðið að forréttindum hinna fáu – á kostnað útilokunar hinna mörgu? Lítum á fáeinar staðreyndir: Vikuritið Economist gaf í jan. 2011 út sérhefti um hina ríku og okkur hin („The Rich and the Rest of Us“), þar sem það birti mikið talnaflóð um vaxandi ójöfnuð innan þjóðfélaga og milli hinna ríku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.