Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 144

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 144
D ó m a r u m b æ k u r 144 TMM 2011 · 4 anina tengir hún sjálf við ástarsorg og lesendur hneigjast kannski til að sam­ þykkja þá túlkun hennar í fyrstu umferð en við annan lestur verður nokkuð skýrt að í partinum um Reykjavíkurdvölina koma þunglyndiseinkenni upp á yfir­ borðið sem eiga eftir að setja enn frek­ ara mark sitt á líf Ljósu. Eftir heimkomuna gengur Ljósa inn í hefðbundið kvenhlutverk, giftist og eignast börn. Tilhugsunin um takmark­ aða möguleika kvenna sem „ganga ekki út“ ræður úrslitum um að hún játast mann inum sem biður hennar. Þótt hún setji spurningarmerki við hjónabandið sér hún ekki aðra betri kosti. Hvað á að verða um mig ef ég giftist ekki Vigfúsi? Vera hjá pápa og mömmu meðan þau endast og lenda svo í horninu hjá einhverjum bræðra minna? Hjá mág­ konu sem líkar ekki við mig og mér ekki við hana? Vera vinnukona. (86) Í sögunni er samt sýnt óbeint að fleiri möguleikar hafi verið fyrir hendi þótt Ljósa viðurkenni þá ekki, það kemur m.a. fram í fyrrnefndu tækifæri til frek­ ari skólagöngu en einnig í vali systur­ innar Gunnhildar sem var send með Ljósu í Kvennaskólann en kann betur við sig, reynist andstæða Ljósu í ýmsu og velur sér annað líf en hún. Eins og fleiri af systkinunum losar hún sig undan valdi föðurins. Gunnhildur gift­ ist þeim manni sem hún vill, sest að í Reykjavík og lærir yfirsetukvennafræði. Ljósu virðist það vera „náttúrulögmál að vera sífellt barnshafandi“ (110) en einnig í þeim efnum hefur Gunnhildur önnur tök á veruleikanum. Ljósu langar að spyrja hvernig hún „komst […] hjá því að vera síólétt“ (181) en stillir sig um það. Geðveiki er síðan umfjöllunarefni sem blundar undir niðri stóran hluta bókarinnar, brýst fram öðru hvoru og magnast eftir því sem líður á söguna enda verða veikindaköst Ljósu tíðari, langvinnari og verri með tímanum, sér­ staklega undir lokin. Þessu er m.a. miðl­ að í stílnum þar sem kraumandi reiði Ljósu yfir hlutskipti sínu og meintu skilningsleysi umheimsins kemur t.d. upp á yfirborðið í því hvað hún verður orðljót þegar veikindin ágerast. Tryll­ ingurinn nær síðan hámarki í mögnuðu blóðbaði í fjárhúsinu: Þá kemur kuti upp í hendurnar á mér. Orðin vön myrkrinu sé ég glitta í fjöldann allan af augum. Þau skína eins og stjörnur í myrkrinu. Geng á stjörnurnar, gríp í horn og bregð kuta á kverk. (204) Kristín Steinsdóttir hefur afburða vald á frásögninni. Hún virðist látlaus, enda hefur Kristín lag á að segja margt í fáum orðum eins og lesendur eldri bóka hennar vissu fyrir, en einfaldleikinn er bara á yfirborðinu. Kristín hefur valið sér frásagnaraðferð sem hún nýtir út í ystu æsar til að miðla margþættri sýn á söguefnið. Nær öll bókin er fyrstu pers­ ónu frásögn út frá sjónarhóli Ljósu. Slíkt er vel til þess fallið til að veita lesendum innsýn í hugarheim aðalpersónunnar og það eitt og sér væri fullnægjandi í Ljósu. En í meðförum Kristínar verður frá­ sögnin ennþá margbrotnari, m.a. því Ljósa miðlar ekki einungis eigin hugar­ heimi heldur einnig orðum og viðmóti annarra í sinn garð og þetta dregur vel fram hversu erfið veikindin reynast öllum, jafnt Ljósu sjálfri sem öðrum í fjölskyldunni. Lengi er Ljósa meðvituð um að hún er á skjön við fólkið í kring. Hún tekur það t.d. nærri sér þegar sonur hennar fokreiðist yfir því að börn á öðrum bæ fullyrði að hún sé brjáluð og hugsar skömmu síðar: „Ég veit að þetta er erfitt fyrir börnin. Og Vigfús sem má ekki vamm sitt vita í neinu. Aumingja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.