Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 132
D ó m a r u m b æ k u r
132 TMM 2011 · 4
tungumáli tákna þar sem hver hlutur,
stelling, viðmót og planta hefur sína
meiningu.“ Vinni listamaðurinn nokk
uð nákvæmlega í anda þessarar listar,
eins og Kristín óneitanlega gerir, hlýtur
hann að virða upprunalega táknmerk
ingu þeirra hluta, stellinga og plantna
sem hann notar í myndum sínum. Að
minnsta kosti ímyndar maður sér það.
Þótt bókin um Kristínu slái út af fyrir
sig ekki á efasemdir mínar um grund
vallarforsendur myndlistar hennar, þá
er hún ágætlega samin og fallega útlít
andi heimild um undirrót þessarar
myndlistar, enda sjálfur Ámundi útlits
hönnuðurinn. Ljósmynd á blaðsíðu 12 í
bókinni segir raunar meira en mörg orð,
en þar sést Kristín snerta hönd Jóhann
esar Páls páfa á samkomu í Vatíkaninu
árið 1987 og er sýnilega upptendruð af
andlegri fullnægju. Í bókinni kemur
fram að fjölskylda hennar var trúuð –
móðurfjölskylda hennar tilheyrði
sænskum sértrúarsöfnuði – og hún sjálf
alin upp við guðsótta og góða siði, sem
var sennilega ekki mjög algengt norður
á Akureyri á áttunda áratug síðustu
aldar. Löngun Kristínar til að finna
trúarlífi sínu farveg í fígúratífu málverki
er því fullkomlega skiljanleg. Þess vegna
stóð hún frammi fyrir „allt öðrum við
fangsefnum og vandamálum en flestir
listamenn af hennar kynslóð“, eins og
Páll Valsson tekur fram í viðtali sínu við
listakonuna.
Trú sannfæringu sinni ákvað Kristín
að hverfa til hins kristilega og myndlist
arlega upphafs og sækja um skólavist í
fagurlistaskólanum í Flórens, íhalds
sömum listaskóla sem eitt sinn upp
fóstraði Íslendingana Jóhannes Jóhann
esson, Erró, Gerði Helgadóttur og Kára
Eiríksson. Í Flórens stúderaði hún einn
ig gamalt handverk á borð við blaðgyll
ingu á litlum handverksstofum í „hlið
argötum og skúmaskotum“. Þó Kristín
segi það ekki berum orðum er ljóst að
fordæmi listmálarans Lorenzos Bonechi
(1955–94), sem hún kynntist í Flórens,
hafði töluverð áhrif á framvinduna í
myndlist hennar.
Eins og sést með því að fletta upp á
verkum Bonechis á vefnum, tilheyrði
hann hópi nýrómantískra málara – eins
konar nýPrerafaelíta – sem í krafti
ívitnunarstefnu póstmódernismans
höfðu tekið til við endurreisn hefða og
viðfangsefna úr elstu málaralist á Ítalíu.
Bonechi málar ýmist ofurfágaðar og
innhverfar myndir af nútímalegu fólki
við tímalausar aðstæður, eða myndir
sem eru eins og framlengingar á fornum
helgimyndum þeirra Giottos, Martinis
og Duccios. Þar sem gamlar myndlistar
hefðir eru sínálægar á Ítalíu – þar í landi
skartar sérhver sveitakirkja listskreyt
ingum frá mörgum tímabilum – reynd
ist Bonechi ekki erfitt að brúa bilið milli
nútíðar og þátíðar með þessum mynd
um sínum. Vinsældir Bonechis urðu
þess valdandi að hann var fenginn til að
sýna fyrir hönd lands síns á Tvíæringn
um í Feneyjum árið 1994, sama ár og
hann lést, langt um aldur fram.
Í myndlist sinni þarf Kristín óneitan
lega að brúa öllu meira bil en Bonechi,
því eins og áður hefur verið nefnt eru
móttökuskilyrði fyrir helgimyndir allt
önnur hér á landi en á Ítalíu. Öllum að
óvörum, ekki síst listakonunni sjálfri,
tóku Íslendingar íkonamyndum hennar
tveim höndum strax árið 1994. Hvers
konar myndir töldu viðskiptavinir
Kristínar sig vera að kaupa: kaþólsk verk
til heimatilbeiðslu, verk með óskil
greindu „andlegu“ inntaki eða einfald
lega gott og gyllt handverk til skrauts?
Allt eru þetta réttmætar spurningar, og
hefðu vissulega átt heima í þessari bók.
Út frá þessum íkonum vinnur Kristín
síðan þau verk sem hún er þekktust
fyrir, „eggtemperaverk með tilvísun í