Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 100
K r i s t í n E i n a r s d ó t t i r 100 TMM 2011 · 4 valískt“ og ósvífið – valdhafar eru sýndir í hlálegu ljósi. Hlutverkum er snúið á hvolf, almenningur hlær að þeim sem venjulega eru taldir æðri (sjá Bakhtin, 1984). Ólafur Ragnar er af mörgum talinn hafa verið of mikill talsmaður útrásarinnar og þar með í hópi þeirra sem urðu valdar að hinu mikla efnahagshruni. Útrásarvíkingarnir svokölluðu nutu athygli og virðingar í opinberri umfjöllun meðan allt lék í lyndi en eftir hrunið má segja að sú virðing hafi snúist upp í andhverfu sína og þeim verið hegnt fyrir þau afglöp sem mörgum þykir þeir hafa gert sig seka um. Í skaupinu 2009 voru leikarar í hlutverkum Jóns Ásgeirs og Björgólfs Thors flengdir opinberlega á Austurvelli. Árið 2007 var litað af fréttum af forstöðu­ manni Byrgisins, meðferðarheimilis fíkniefnaneytenda, en hann varð uppvís að ýmiskonar misnotkun og dæmdur til fangelsisvistar. Hér eins og víðar í skaupinu er þeim sem talinn er hafa brugðist trausti almennings hegnt eftirminnilega og hann gerður einn helsti skot­ spónn skaupsins – rétt eins og Árni Johnsen mátti þola árið 2001 þegar hann varð uppvís að misferli með opinbert fé. En þeir sem fá þó helst á baukinn eru stjórnmálamenn sem taldir eru hafa misstigið sig í því hlutverki sem þjóðin treysti þeim fyrir með því að kjósa þá til starfa á Alþingi. Skylt þessu er þema sem lengi hefur verið í áramótaskaupum en það er þegar gert er grín að æðri listum, óperum, ballettsýningum og þess háttar. Þar virðist vera markmiðið að þeim sem telja sig þess umkomna að segja almenningi hvað teljist til hinna æðri lista sé refsað eða þeim að minnsta kosti sýnt að hægt er að koma æðri listum niður á lægra plan með því að gera að þeim grín. Í skaupinu 2008 var atriði þar sem borgarstjórn Reykjavíkur var sýnd sem hópur unglinga í gagnfræðaskóla og sameinaðist þar í raun og veru tvennskonar grín, annars vegar var gert grín að stjórnvöldum sem höfðu brugðist, en þetta ár voru tíð skipti á borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og þótti reyndar ýmsum nóg um. Hins vegar er líka verið að setja þá sem hærra eru settir í þjóðfélaginu neðar í þjóðfélagsstigann þar sem hin virðulega borgarstjórn Reykjavíkur er sýnd tyggjandi tyggjó, með farsíma í annarri hendi og ipod í hinni. Sjálft sameiningartáknið Ef til vill má halda því fram að áramótaskaupið sé í raun og veru hið eiginlega sameiningartákn þjóðarinnar. Það er í beinu framhaldi af þjóðsögunum þar sem þeim sem reyndust vera svikulir er refsað og gamansögum sem sagðar eru um þá sem hreykja sér hærra en hinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.