Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 93
M a ð u r i n n í k j a l l a r a n u m
TMM 2011 · 4 93
„Hvað segirðu? Latur, hann Geiri,“ sagði vélstjórinn steinhissa. „Ég
man eftir honum úr Sandgerði, þar þótti hann harðduglegur og ein
staklega ósérhlífinn.“
„Svo á hann að hafa nauðgað mömmu sinni og lent í alls kyns erfið
leikum gagnvart fjölskyldunni,“ hélt Þórður áfram. „Það er mesta furða
að Pétur skyldi fara með honum á Danska Pétur. Hann hefur kannski
líka lent í einhverjum vandræðum.“
„Ég veit ekki með Pétur,“ sagði vélstjórinn, „en Geiri þótti víðast hvar
harðduglegur sjómaður. Og skemmtilegur líka.“
„Frænka mín, hún Gunna systir hennar mömmu,“ byrjaði Reynir,
„hún lenti nú ekkert smá í því fyrir nokkrum árum.“
Hann þagnaði eins og hann hefði gleymt sér, og sýndi í smástund
enga tilburði til að halda áfram sögu sinni sem öllum virtist mikilvæg
í þessu máli. Uns vélstjórinn spurði hann beint út: „Hvernig lenti hún
í því?“
„Ja,“ sagði hann og dró seiminn. „Hún missti manninn sinn útbyrðis.
Hann var á dæluskipi hjá Bíldudal. Þeir voru fimm um borð. Bjössi
maðurinn hennar var háseti og gekk aftur í. En svo hvarf hann og þegar
þeir fóru að leita þá fundu þeir hann ekki og töldu að hann hefði fallið
útbyrðis. Þeir fundu hann ekki þótt þeir hringsóluðu í þrjá tíma. Hann
fannst ekki heldur þegar kafarar voru fengnir til að leita hans viku
seinna. Tryggingafélagið heimtaði kafarana. Lík hans rak á land eftir sex
vikur og þá fannst ekkert sem gat upplýst fyrir víst hvernig þetta bar að.“
Hér þagnaði Reynir og hvarf enn á vit hugsana sinna.
„En Geiri fannst nú um leið,“ skaut Þórður inn.
„Frænka mín reyndi að fá bætur,“ sagði Reynir eins og í beinu fram
haldi. „En tryggingafélagið mótmælti öllu og gróf upp alls konar sögur
um Bjössa. Að hann hefði skuldað út um allt og verið þunglyndur og
nokkrum sinnum reynt að fyrirfara sér. Hann hefði líka haldið fram
hjá henni lengi. Hún þurfti að fara í mál við þá og mótmæla öllum
þessum sögum auk þess að syrgja eins og hver önnur ekkja. Þeir sögðu
alltaf sömu söguna en bættu við fyrir dómi að hann hefði líka átt við
drykkjuvanda að stríða og það hefði svo heldur ekkert vitni verið að því
þegar hann féll svo að enginn væri til frásagnar um hvernig það hefði
borið að í raun og veru. Þeir beittu öllum brögðum til að komast hjá því
að borga henni bætur. Hún fór með málið alla leið til Hæstaréttar en allt
var dæmt tryggingunum í hag. Og hún stóð slypp og snauð eftir.“
„Þetta er auðvitað alveg dæmigert fyrir svindlið í samfélaginu,“ sagði
vélstjórinn hneykslaður. Hann hafði þrjár teskeiðar í kaffinu sínu, notaði
þær til að kæla það því hann vildi hvorki nota mjólk né vatn til þess en