Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 31
TMM 2011 · 4 31 Þröstur Helgason Girðingar Um smásöguna „Milli trjánna“ eftir Gyrði Elíasson Að fara um moldar- stíg með daufa lukt milli trjánna1 Smásaga Gyrðis Elíassonar, „Milli trjánna“, úr samnefndri bók, segir frá gönguferð manns inn í skóg en hann á erfitt um gang vegna þess að hann er örkumlaður eftir bílslys.2 Göngutúrinn er til heilsubótar en fær skjótan endi í eins konar markleysi, líkt og mörg skógarferðin;3 á jaðri skógarins stendur maðurinn nefnilega einnig frammi fyrir and­ legum eða öllu heldur menningarlegum takmörkunum, er eiginlega á merkingarlegu bersvæði. Ferill sögunnar lýsir afmáun eða upplausn merkingar. Sagan hefst á lestri – menningarlegri og merkingarbærri iðju – og henni lýkur með því að texti – menningarleg og merkingar­ bær afurð – hverfur. Í vissum skilningi lýsir sagan paradísarmissi, missi paradísar sem menningarlegrar afurðar (sem hún vissulega er) og grið­ lands. Sagan er öðrum þræði lýsing á fagurfræði Gyrðis. Til að byrja með getum við orðað hana svona: Orð og sögur, jafnvel bækur – í ljósi þess að sagnasafnið heitir Milli trjánna – eru eins og tré með örugga rótfestu sem teygja anga sína upp á móti ljósinu, til allra átta. Þessi tré mynda skóg og inni í honum erum við á milli trjánna, en undir okkur er þétt rótarkerfi sem fléttast saman með ýmsum hætti og yfir okkur er greinaþykknið þar sem við sjáum vart greina­skil. Orðin og sögurnar tengjast á láréttu plani, kallast á, fléttast saman; stundum í djúpgerð merkingarstrúktúrsins, stundum í myndmálinu, orðanotkuninni. Og það er ekki síst í þessu samspili sagnanna sem merking þeirra verður til, merkingin býr ekki síður – og eiginlega miklu frekar – á milli trjánna en í þeim sjálfum. Í þessari útlistun á fagurfræði Gyrðis slær saman hugtakatvendinni náttúra/menning, sem liggur til grundvallar í vestrænni hugmynda­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.