Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 31
TMM 2011 · 4 31
Þröstur Helgason
Girðingar
Um smásöguna „Milli trjánna“ eftir Gyrði Elíasson
Að fara um moldar-
stíg með daufa lukt
milli trjánna1
Smásaga Gyrðis Elíassonar, „Milli trjánna“, úr samnefndri bók, segir
frá gönguferð manns inn í skóg en hann á erfitt um gang vegna þess
að hann er örkumlaður eftir bílslys.2 Göngutúrinn er til heilsubótar en
fær skjótan endi í eins konar markleysi, líkt og mörg skógarferðin;3 á
jaðri skógarins stendur maðurinn nefnilega einnig frammi fyrir and
legum eða öllu heldur menningarlegum takmörkunum, er eiginlega á
merkingarlegu bersvæði. Ferill sögunnar lýsir afmáun eða upplausn
merkingar. Sagan hefst á lestri – menningarlegri og merkingarbærri
iðju – og henni lýkur með því að texti – menningarleg og merkingar
bær afurð – hverfur. Í vissum skilningi lýsir sagan paradísarmissi, missi
paradísar sem menningarlegrar afurðar (sem hún vissulega er) og grið
lands.
Sagan er öðrum þræði lýsing á fagurfræði Gyrðis. Til að byrja með
getum við orðað hana svona: Orð og sögur, jafnvel bækur – í ljósi þess
að sagnasafnið heitir Milli trjánna – eru eins og tré með örugga rótfestu
sem teygja anga sína upp á móti ljósinu, til allra átta. Þessi tré mynda
skóg og inni í honum erum við á milli trjánna, en undir okkur er
þétt rótarkerfi sem fléttast saman með ýmsum hætti og yfir okkur er
greinaþykknið þar sem við sjáum vart greinaskil. Orðin og sögurnar
tengjast á láréttu plani, kallast á, fléttast saman; stundum í djúpgerð
merkingarstrúktúrsins, stundum í myndmálinu, orðanotkuninni. Og
það er ekki síst í þessu samspili sagnanna sem merking þeirra verður til,
merkingin býr ekki síður – og eiginlega miklu frekar – á milli trjánna
en í þeim sjálfum.
Í þessari útlistun á fagurfræði Gyrðis slær saman hugtakatvendinni
náttúra/menning, sem liggur til grundvallar í vestrænni hugmynda