Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 58
J ó n B a l d v i n H a n n i b a l s s o n
58 TMM 2011 · 4
Ísland: Tilraunastofa nýfrjálshyggjunnar
Í 30 ár hefur þetta verið ráðandi hugmyndafræði eða viðtekin viska (e.
Washingtonconsensus) þeirra, sem ráðið hafa heiminum: Flestra ríkis
stjórna, stjórnarstofnana Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og þeirra fjölþjóðauðhringa, sem ráða yfir auðlindum heimsins. Þar
að auki hefur þetta verið ráðandi hugmyndafræði í akademíunni, þar
sem rétttrúnaðarhagfræði hefur svarist í fóstbræðralag við pólitíska
rétthugsun í kennslustofunni til þess að heilaþvo æskuna. Eftir fall
kommúnismans árið 1991 boðaði Bush eldri Bandaríkjaforseti að þessi
átrúnaður væri undirstaða nýrrar heimsskipunar (e. New World Order).
Sumir fræðimenn gerðu sig að viðundri með því að kalla þetta „endalok
sögunnar“ (Fukuyama). Þúsundáraríkið var í nánd.
Vöxtur hins fótfráa alþjóðafjármagns, í samanburði við þær tekjur,
sem raunhagkerfið (framleiðsla á vörum og þjónustu) skapar, hefur
náð stjarnfræðilegum stærðum á þessum þremur áratugum. Hag
fræðinga greinir á um það eitt hvort þetta uppsafnaða fjármagn, sem
þarf að skila eigendum sínum arði, sé orðið tíu eða fimmtán sinnum
meira en þjóðarframleiðsla heimsins (GDP) á ári. Ameríkanar orða
þetta svo, að Wall Street hafi yfirtekið Main Street. Valdajafnvægið
hefur með afdráttarlausum hætti snúist hinu alþjóðlega fjármagni í hag,
gegn þjóðríkjum sem eiga í vök að verjast – og gegn vinnuaflinu. Hinn
ótæmandi „varaher hinna atvinnulausu“ (svo vitnað sé í Karl Marx),
sem hefur gengið til liðs við alþjóðahagkerfið meðal fjölmennustu þjóða
heims (Kína, Indlands o.fl.) hefur haft þau áhrif, að laun verkafólks í
þróuðum ríkjum hafa haft tilhneigingu til að staðna og samningsstaða
verkalýðshreyfingar hefur veikst.
Vilji maður reyna að skilja áhrif þessarar „nýju heimsskipunar“ – sem
er réttlætt með hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar og byggð á öfga
kenndri trú á yfirburðum hins frjálsa markaðar – er ekki úr vegi að líta
á uppgang og fall Íslands á seinasta áratug sem víti til varnaðar.
Fram undir aldamótin síðustu var Ísland talið vera í hópi hinna
fimm norrænu velferðarríkja – að vísu vanþróaðra en hin fjögur – en
með sömu erfðaeinkenni. Fyrir aldamótin síðustu komst ný kynslóð
nýfrjálshyggjumanna til valda í Sjálfstæðisflokknum og náði þar með
forystuhlutverki í stjórn landsins í rúmlega þrjú kjörtímabil. Flestir
voru einlægir aðdáendur Thatcher og Reagans og sumir hverjir með
hagfræðigráðu frá virtum bandarískum háskólum. Þeir gerðu Ísland
að eins konar pólitískri tilraunastofu nýfrjálshyggjunnar. Að lokum var
þeim hent út fyrir atbeina fjöldamótmæla (einsdæmi í Íslandssögunni),