Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 101
Á r a m ó t a s k a u p i ð o g a ð r a r ó s p e k t i r u m á r a m ó t
TMM 2011 · 4 101
Í skaupinu fær almenningur útrás fyrir þörfina fyrir að koma þeim
sem venjulega telja sig hærra setta niður á sama stað og við hin erum.
Fjölskyldur og vinir munu halda áfram að hittast og gera sér dagamun
á áramótum sem og öðrum tímamótum, horfa um öxl og velta fyrir
sér framtíðinni, hvort sem áramótaskaupið í hinu íslenska sjónvarpi
heldur áfram eða ekki. Áramótaskaupið, óeirðirnar sem áður brutust
út í miðbæ Reykjavíkur, drykkja og svall forfeðra okkar og mæðra á
vikivakadansleikjum fyrri alda og karnivalsamkomum miðalda eiga
það sameiginlegt að það ber upp á tímamótum og er tæki almennings
til að taka völdin í sínar hendur um stund.
Heimildaskrá
Aðalheiður Guðmundsdóttir (2009). „Siðferði gleðinnar“. Saga XLVII:1.
Árni Björnsson (1993). Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning.
Bakhtin, Mikhael (1984). Rabelais and his World. Bloomington: Indiana University Press.
Fréttablaðið (2007, 22. febrúar). „Áramótaskaupið margfaldur heimsmeistari í áhorfi“, 50.
Fréttablaðið (2007, 5. desember). „Yfir 50 leikarar í Skaupinu“, 46.
Fréttablaðið (2007, 6. desember). „Enginn vildi auglýsa í Skaupinu“, 66.
Fréttablaðið (2007, 31. desember). „Erum ekki að breyta stjórnarskránni“, 62.
Fréttablaðið (2008, 30. desember). „Þeir sem sáu fyrsta skaupið skemmtu sér hið besta“, 2.
Gunnell, Terry (2007). „Það er til f leira á himni og jörðu, Hóras …“ Í Rannsóknir í félagsvísindum
VIII. Gunnar Þór Jóhannesson (ritstjóri). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
801–812.
Helgarpósturinn (1996, 23. desember), 8.
Jón Árnason (1954–1960). Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1.–6. bindi). Árni Böðvarsson og
Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfu. Reykjavík: Þjóðsaga.
Morgunblaðið (1948, 3. janúar). „Óvenjuleg skrílslæti á gamlárskvöld“, 2.
Morgunblaðið (2002, 7. júlí). „Árni Johnsen dæmdur í 15 mánaða fangelsi“, 6.
Oring, Elliott (1992). Jokes and Their Relations. The University Press of Kentucky.
Oring, Elliott (2003). Engaging Humor. Urbana and Chicago: University of Illinois Press
Símon Jón Jóhannsson (1999). Stóra hjátrúarbókin. Reykjavík: VakaHelgafell
Turner, Victor (2008). „Liminality and Communitas.“ Í The Performance Studies Reader. Önnur
útgáfa. Henry Bial (ritstjóri). New York: Routledge. 89–117.
Van Gennep, Arnold (1960). The Rites of Passage. The University of Chicago Press.
Þorbjörn Broddason (2005). Ritlist, prentlist, nýmiðlar. Reykjavík: Háskólaútgáfan.