Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 63
U m f r e l s i o g j ö f n u ð
TMM 2011 · 4 63
Að standast dóm reynslunnar
Beittasta gagnrýnin á norræna módelið eða Evrópumódelið (e. the
European social model) er eftirfarandi: (1) Sjálfvirk útþensla allsráðandi
ríkisvalds mun að lokum drepa í dróma athafnafrelsi einstaklingsins
og lama sköpunarkraft hans með sama hætti og í alræðisríkjum
kommúnista og fasista. Velferðarríkið muni því óhjákvæmilega enda í
alræði (Hayek). (2) Með sínum háu sköttum til að fjármagna sívaxandi
ríkisútgjöld og reglugerðabákni, sem lamar allt frumkvæði og sköp
unarkraft, mun velferðarkerfið einfaldlega fara halloka í hinni hörðu
samkeppni, sem geisar á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta mun leiða til
fjárflótta, tæknilegrar stöðnunar, fjöldaatvinnuleysis og hnignunar.
Velferðarríkið er, að sögn, ekki samkeppnisfært (Friedman).
Hvernig ríma þessi dómsorð við staðreyndirnar?
Lítum fyrst á algengustu mótbárurnar – að velferðarríkið sé ekki sam
keppnishæft. Allt frá aldamótunum seinustu hafa allar alþjóðlegar
samanburðarkannanir, hvaða nafni sem nefnast, sýnt að Norðurlöndin
(gjarnan í samfloti við Sviss og þau Asíuríki, þar sem ríkið rekur
virkasta efnahagsstefnu, eins og SuðurKóreu og Taívan) hafa reynst
vera „best í bekknum“, þegar að því kemur að mæla samkeppnishæfni.
Þetta á við um áhrif vísindarannsókna, tækninýjungar, þátttöku kvenna
á vinnumarkaðnum, atvinnusköpun, lítið atvinnuleysi, aðdráttarafl
fyrir erlenda fjárfestingu, hagvöxt, hlut útflutnings í þjóðartekjum
o.s.frv., o.s.frv.
Hvers vegna? Ég veit, hvernig Olof Palme hefði svarað þessari spurn
ingu: „Þetta er vegna þess að við jafnaðarmenn höfum staðfastlega lagt
áherslu á langtímafjárfestingu í mannauði og innviðum samfélagsins.
Þetta er vegna þess að við leggjum höfuðáherslu á jöfn tækifæri fólks
með frjálsum aðgangi að gæðamenntun, sem skilur engan útundan.“
Mér finnst þetta vera fullnægjandi svar. Annars tala staðreyndirnar
sjálfar sínu máli. Skv. árlegu mati Sameinuðu þjóðanna á mannlegum
lífsgæðum eru Norðurlöndin þar í fremstu röð. Hið sama á við um
aðrar þjóðir, þar sem jöfnuður er talinn til dyggða. Í nýútkominni bók
(Richard Wilkinson og Kate Picket: The Spirit Level) eru færð fyrir því
sannfærandi rök, að því meiri jöfnuður sem er í einu þjóðfélagi, þeim
mun heilsuhraustara sé fólkið, nánast sama á hvaða mælikvarða er
mælt: Barnadauði er minni, lífslíkur lengri, glæpir færri og sjúkdómar
viðráðanlegri, starfsöryggi er meira og almenn vellíðan meiri.
Um martröð Hayeks, nefnilega að velferðarríkið endi í alræðisríki, er