Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 63
U m f r e l s i o g j ö f n u ð TMM 2011 · 4 63 Að standast dóm reynslunnar Beittasta gagnrýnin á norræna módelið eða Evrópumódelið (e. the European social model) er eftirfarandi: (1) Sjálfvirk útþensla allsráðandi ríkisvalds mun að lokum drepa í dróma athafnafrelsi einstaklingsins og lama sköpunarkraft hans með sama hætti og í alræðisríkjum kommúnista og fasista. Velferðarríkið muni því óhjákvæmilega enda í alræði (Hayek). (2) Með sínum háu sköttum til að fjármagna sívaxandi ríkisútgjöld og reglugerðabákni, sem lamar allt frumkvæði og sköp­ unarkraft, mun velferðarkerfið einfaldlega fara halloka í hinni hörðu samkeppni, sem geisar á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta mun leiða til fjárflótta, tæknilegrar stöðnunar, fjöldaatvinnuleysis og hnignunar. Velferðarríkið er, að sögn, ekki samkeppnisfært (Friedman). Hvernig ríma þessi dómsorð við staðreyndirnar? Lítum fyrst á algengustu mótbárurnar – að velferðarríkið sé ekki sam­ keppnishæft. Allt frá aldamótunum seinustu hafa allar alþjóðlegar samanburðarkannanir, hvaða nafni sem nefnast, sýnt að Norðurlöndin (gjarnan í samfloti við Sviss og þau Asíuríki, þar sem ríkið rekur virkasta efnahagsstefnu, eins og Suður­Kóreu og Taívan) hafa reynst vera „best í bekknum“, þegar að því kemur að mæla samkeppnishæfni. Þetta á við um áhrif vísindarannsókna, tækninýjungar, þátttöku kvenna á vinnumarkaðnum, atvinnusköpun, lítið atvinnuleysi, aðdráttarafl fyrir erlenda fjárfestingu, hagvöxt, hlut útflutnings í þjóðartekjum o.s.frv., o.s.frv. Hvers vegna? Ég veit, hvernig Olof Palme hefði svarað þessari spurn­ ingu: „Þetta er vegna þess að við jafnaðarmenn höfum staðfastlega lagt áherslu á langtímafjárfestingu í mannauði og innviðum samfélagsins. Þetta er vegna þess að við leggjum höfuðáherslu á jöfn tækifæri fólks með frjálsum aðgangi að gæðamenntun, sem skilur engan útundan.“ Mér finnst þetta vera fullnægjandi svar. Annars tala staðreyndirnar sjálfar sínu máli. Skv. árlegu mati Sameinuðu þjóðanna á mannlegum lífsgæðum eru Norðurlöndin þar í fremstu röð. Hið sama á við um aðrar þjóðir, þar sem jöfnuður er talinn til dyggða. Í nýútkominni bók (Richard Wilkinson og Kate Picket: The Spirit Level) eru færð fyrir því sannfærandi rök, að því meiri jöfnuður sem er í einu þjóðfélagi, þeim mun heilsuhraustara sé fólkið, nánast sama á hvaða mælikvarða er mælt: Barnadauði er minni, lífslíkur lengri, glæpir færri og sjúkdómar viðráðanlegri, starfsöryggi er meira og almenn vellíðan meiri. Um martröð Hayeks, nefnilega að velferðarríkið endi í alræðisríki, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.