Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 25
„ N e m a í s ö g u /o g h u g a“
TMM 2011 · 4 25
skilning á ýmsa vegu.4 Þess má finna dæmi að hann ræði sjálfur um að
frásagnir hreki burt einmanaleika en hann skýrir þá hvers vegna:
[…] hann [höfundurinn/Þórbergur] er ævinlega nálægur af lífi og sál, spannar
alla tilveruna frá dapurleika til gleði, og það er aldrei þessi keimur af dauðri
handavinnu sem er svo alltof algengur í verkum rithöfunda og skilur mann eftir
einan og yfirgefinn á brunasandi.5
Frásögnin verður að vera annað og meira en tæknilega vel unnið verk;
hún verður að miðla lífi, geðhrifum og tilfinningu svo að hún megni að
vinna á einsemdinni.
En það er ekki bara Gyrðir sjálfur sem talar opinskátt um hvers vegna
hann sækir í frásagnir; fyrir kemur að persónur hans gera það líka.
Málarinn einmana, sögumaðurinn í Sandárbókinni, er t.d. framan af að
lesa sjálfsævisögu Chagalls og segist beinum orðum sökkva sér „í ævi
hans“ til að „komast burt frá eigin lífi“.6
Tengsl einsemdar og frásagna birtast þó einatt með öðrum hætti í
verkum Gyrðis. Sem dæmi um það má taka „Annan draum Stjörnu
Odda“ í Kvöldi í ljósturninum. Það er örstutt saga, tvær og hálf blaðsíða,
og tengist miðaldaþættinum „StjörnuOdda draumi“.7 StjörnuOdda
hefur verið kennd svokölluð Oddatala,8 harla frumlegt rímfræðirit sem
snýst um sólstöður og sólargang, en í þættinum gamla er honum sjálfum
lýst á svofelldan veg:
[…] StjörnuOddi […] var rímkænn maður svo að engi maður var hans maki
honum samtíða á öllu Íslandi og að mörgu var hann annars vitur. Ekki var hann
skáld né kvæðinn. Þess er og einkum getið um hans ráð að það höfðu menn
fyrir satt að hann lygi aldrei ef hann vissi satt að segja og að öllu var hann ráð
vandur kallaður og tryggðarmaður hinn mesti. Félítill var hann og ekki mikill
verkmaður.9
Oddi þáttarins er allajafna vistmaður í Múla í Reykjardal en dreymir
draum sinn í Flatey á Skjálfanda. Draumurinn sækir á hann í tveimur
aðskildum svefnlotum; er framhaldsdraumur ef svo má að orði komast
og segir af gesti sem kemur í heimsókn í Múla og tekur að skemmta
mönnum með frásögn af Gautlandskonungum. Þegar upp er staðið
reynist draumurinn þó ekki snúast fyrst og fremst um konunga heldur
vitundina, tengsl svefns og vöku; skáldskapar, manns og veruleika svo
ekki sé talað um einkenni og form frásagna. Í draumnum breytist Oddi
í stystu máli í persónuna Dagfinn konungsskáld, yfirtekur í miðju
kafi hlutverk sögumannsins, er á ferð og flugi með konungi sínum,