Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 104
H e i m i r Pá l s s o n 104 TMM 2011 · 4 Vindur fer um furuskóginn. Þytur þungur og léttur Eystrasaltið þýtur einnig inni á eyjunni, langt inni í skógi er maður úti á opnu hafi. Gamla konan lagði fæð á þytinn í skóginum. Andlitið stirðnaði af harmi þegar hvessti. „Nú verður manni hugsað til þeirra sem eru úti á sjó.“ En hún heyrði eitthvað annað í þytnum, nákvæmlega eins og ég, við erum skyld. (Við eigum samleið. Hún dó fyrir 30 árum.) Tranströmer las sálfræði og bókmenntafræði við háskólann í Stokk­ hólmi og réðst strax að loknu prófi til starfa við fangelsið í Roxtuna og þar naut hann mikillar virðingar sem fræðimaður og manneskja. En krefjandi starf með sálsjúkum brotamönnum gaf ekki mikið tóm til ljóðagerðar, allra síst á sjöunda og áttunda áratugnum þegar menn litu fyrst og fremst á fangelsi sem betrunarhús og bundu miklar vonir við möguleika sálfræðinnar til lækningar. Vonbrigðin urðu hins vegar mikil og fyrir ljóðskáldið var það léttir að taka haustið 1965 við hálfu starfi sem sálfræðingur við starfsmannastjórn hjá hinu opinbera í Vesturási. Það er vissulega leitun á óskáldlegra starfi en nú gafst meiri tími, því Tranströmer var fenginn til annarra starfa, þar sem m.a. voru kennsla við Uppsalaháskóla, Biblíuþýðingin og menningarsendiherrastörf í allar áttir. Það síðastnefnda hefur greinilega fengið sívaxandi hlutverk eftir því sem hróður hans óx um hinn vestræna heim, og nú er svo komið að verk hans hafa komið út á yfir 50 tungumálum. Ljóðlist Tranströmers hefur náin tengsl við bæði myndlist og tónlist. Við erum svo gæfusöm að eiga íslenska þýðingu Ingibjargar Haralds­ dóttur á Sorgargondólnum í Feneyjum, því kvæði sem líklega lýsir best sambandi Tranströmers við tónlistina, en þar koma þeir báðir við sögu tengdafeðgarnir Wagner og Liszt, þótt hinn síðarnefndi gegni þar meira hlutverki. Sjálfur er Tranströmer góður píanisti, en hefur seinni árin aðeins getað spilað vinstrihandarverk, en þau hafa nokkur verið hljóð­ rituð. Það hefur verið vinsæl iðja fjölmiðlafólks hér í Svíþjóð að spyrja viðmælendur hver sé þeim minnisstæðasta ljóðlína Tranströmers. Eng­ inn hefur átt í neinum vandræðum með að nefna línu, en það er athyglis­ vert að fleiri en einn hef ég heyrt nefna fyrstu línuna í fyrsta ljóði fyrstu bókarinnar: „Uppvaknandet är ett fallskärmshopp från drömmen.“ Að vakna er að stökkva í fallhlíf úr draumnum. Línan er meira en hálfrar aldar gömul en stendur vel fyrir sínu sem nýstárleg metafóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.