Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 19
Ve k j u m e k k i s o fa n d i d r e k a TMM 2011 · 4 19 á einum degi fyrir aðeins eitt þúsund rúblur og Pákhom hugsar sér gott til glóðarinnar. Kaupunum fylgir aðeins eitt skilyrði. Pákom verður að vera kominn aftur á upphafsstaðinn fyrir sólsetur. Lesendur sem þekkja til frásagnarlistar Tolstojs fara nærri um örlög rússneska bóndans. Pákom leggur af stað í gönguna rétt fyrir sólarupprás en græðgin leiðir hann alltaf lengra: „Hann skokkaði ennþá nokkurn spöl beint áfram og sneri sér svo við: Hæðin var nú varla sjáanleg, Basjkirarnir sýndust eins og maurflugur, og á vagnhjólin blikaði naumast nú orðið“.46 Vitanlega ætlar hann sér um of. Þegar loks rennur upp fyrir honum að hann nái vart að snúa aftur fyrir sólarlag tekur hann á sprett og sprengir sig á hlaupunum. Rétt áður en sólin sest snýr Pákom aftur á hæðina þar sem Basjkirarnir bíða hans og hnígur örendur til jarðar: Húskarl Pákoms flýtir sér að til þess að hjálpa húsbónda sínum á fæturna. Pákom liggur þarna með blóð fyrir vitunum – dauður. Svo tók húskarlinn hakann, gróf gröf, nákvæmlega jafnlanga líkama Pákoms – þriggja álna langa, hvorki meira né minna – og jarðaði húsbónda sinn.47 Dæmisögu Tolstojs er auðvelt að heimfæra upp á veruleika alþjóðlegra loftslagssáttmála og sinnuleysi almennings. Við sannfærum sjálf okkur um að enn sé tími til stefnu, að enn sé hægt að snúa aftur á upphafs­ staðinn þótt við höldum aðeins lengra. Allt verður að lokum í lagi og á meðan ekkert er gert eignumst við enn meira land. Þó verður með hverju árinu sem líður enn erfiðara að ná aftur á hæðina okkar í tíma. Fæst þeirra sem lögðu í gönguna um sólarupprás hafa þó enn svo mikið sem litið um öxl. Þau vilja púla aðeins lengur, hamast aðeins meira, ganga aðeins nær sjálfum sér. Aðeins þannig verður raunverulega reynt á mörkin. Aðeins þannig köstum við ekki því lífi á glæ sem lifa verður til fulls. Hér er þó einn munur á. Pákom galt fyrir græðgi sína með lífinu. Gröfin sem við gröfum er handa afkomendum okkar. Tilvísanir Grein þessi er liður í rannsóknaklasa EDDU – öndvegisseturs í gagnrýnum sam­ tímarannsóknum við Háskóla Íslands. 1 Sjá „24 þúsund milljarða olíufundur“, mbl.is, 30. september 2011: http://www.mbl.is/vidskipti/ frettir/2011/09/30/24_thusund_milljarda_oliufundur/ [sótt 30. september 2011]. 2 Ásdís Sigurðardóttir: „Eigum við leynda sjóði á hafsbotni?“, 30. september 2011. Sjá einnig athugasemd Axels Jóhanns Hallgrímssonar við bloggfærslu Ásdísar: http://asdisomar.blog.is/ blog/asdisomar/entry/1194790/ [sótt 30. september 2011].
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.