Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 19
Ve k j u m e k k i s o fa n d i d r e k a
TMM 2011 · 4 19
á einum degi fyrir aðeins eitt þúsund rúblur og Pákhom hugsar sér gott
til glóðarinnar. Kaupunum fylgir aðeins eitt skilyrði. Pákom verður að
vera kominn aftur á upphafsstaðinn fyrir sólsetur. Lesendur sem þekkja
til frásagnarlistar Tolstojs fara nærri um örlög rússneska bóndans.
Pákom leggur af stað í gönguna rétt fyrir sólarupprás en græðgin leiðir
hann alltaf lengra: „Hann skokkaði ennþá nokkurn spöl beint áfram og
sneri sér svo við: Hæðin var nú varla sjáanleg, Basjkirarnir sýndust eins
og maurflugur, og á vagnhjólin blikaði naumast nú orðið“.46 Vitanlega
ætlar hann sér um of. Þegar loks rennur upp fyrir honum að hann nái
vart að snúa aftur fyrir sólarlag tekur hann á sprett og sprengir sig á
hlaupunum. Rétt áður en sólin sest snýr Pákom aftur á hæðina þar sem
Basjkirarnir bíða hans og hnígur örendur til jarðar:
Húskarl Pákoms flýtir sér að til þess að hjálpa húsbónda sínum á fæturna.
Pákom liggur þarna með blóð fyrir vitunum – dauður.
Svo tók húskarlinn hakann, gróf gröf, nákvæmlega jafnlanga líkama Pákoms –
þriggja álna langa, hvorki meira né minna – og jarðaði húsbónda sinn.47
Dæmisögu Tolstojs er auðvelt að heimfæra upp á veruleika alþjóðlegra
loftslagssáttmála og sinnuleysi almennings. Við sannfærum sjálf okkur
um að enn sé tími til stefnu, að enn sé hægt að snúa aftur á upphafs
staðinn þótt við höldum aðeins lengra. Allt verður að lokum í lagi og
á meðan ekkert er gert eignumst við enn meira land. Þó verður með
hverju árinu sem líður enn erfiðara að ná aftur á hæðina okkar í tíma.
Fæst þeirra sem lögðu í gönguna um sólarupprás hafa þó enn svo mikið
sem litið um öxl. Þau vilja púla aðeins lengur, hamast aðeins meira,
ganga aðeins nær sjálfum sér. Aðeins þannig verður raunverulega reynt
á mörkin. Aðeins þannig köstum við ekki því lífi á glæ sem lifa verður
til fulls.
Hér er þó einn munur á. Pákom galt fyrir græðgi sína með lífinu.
Gröfin sem við gröfum er handa afkomendum okkar.
Tilvísanir
Grein þessi er liður í rannsóknaklasa EDDU – öndvegisseturs í gagnrýnum sam
tímarannsóknum við Háskóla Íslands.
1 Sjá „24 þúsund milljarða olíufundur“, mbl.is, 30. september 2011: http://www.mbl.is/vidskipti/
frettir/2011/09/30/24_thusund_milljarda_oliufundur/ [sótt 30. september 2011].
2 Ásdís Sigurðardóttir: „Eigum við leynda sjóði á hafsbotni?“, 30. september 2011. Sjá einnig
athugasemd Axels Jóhanns Hallgrímssonar við bloggfærslu Ásdísar: http://asdisomar.blog.is/
blog/asdisomar/entry/1194790/ [sótt 30. september 2011].