Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 32
Þ r ö s t u r H e l g a s o n
32 TMM 2011 · 4
sögu,4 en söguna má einnig skilja sem afbyggingu á henni. Gerður hefur
verið skýr greinarmunur á þessum hugtökum en þau eru flókin og sam
spilið á milli þeirra margvíslegra en svo að hægt sé að henda reiður á því
í stuttri grein. Menning er fyrst og fremst það sem maðurinn bætir við
náttúruna með umgengni sinni við hana – menning er það sem mað
urinn gerir, hugsar, segir.5 Lengst af hefur verið litið þannig á að menn
ingin hafi í sjálfu sér ekkert með náttúruna að gera að öðru leyti frekar
en orð hafi eitthvað með hluti að gera þótt þau nefni þá og skýri. Saga
Gyrðis leiðir aftur á móti í ljós að það er engin náttúra, upphafleg eða
ósnortin og utan mannlegrar vitundar. Náttúruna þekkjum við fyrst
og fremst út frá tengslum okkar við hana: umgengni, nýtingu, ræktun,
hugsun, orðun. En þar með er ekki öll sagan sögð því að merkingin sem
sköpuð hefur verið um náttúruna (manninn, heiminn) er óstöðug og
jafnvel haldlítil: (g)yrðingarnar eru ótraustar.
Í þessari grein verður fótsporum aðalsöguhetjunnar inn í skóginn
fylgt með nákvæmum lestri í anda nýrýninnar en á leiðinni verður
gripið til ýmissa tækja og tóla sem hugvísindi síðustu áratuga hafa fært
okkur. Aðferðin sprettur af frásögninni – greinin er nokkurs konar
gönguferð um texta Gyrðis – sem er fínlega tálguð að hætti höfundar.
*
„Ég las blöðin“ eru fyrstu þrjú orð sögunnar og gætu vísað til tínslu
laufblaða (af trjám aldingarðsins) en söguhetjan er að lesa dagblöðin
(hina forboðnu ávexti menningarinnar?) „í daufri birtunni frá eld
húsglugganum“ (bls. 59). Strax í byrjun slær því saman grunnand
stæðum sögunnar sem jafnframt eru grunnandstæður vestrænnar
menningarsögu eins og mannfræðingurinn Claude LéviStrauss benti
á, hið hráa (náttúran) og hið eldaða (menningarlega meðhöndluð nátt
úran), hið leyfilega og hið bannaða – líta mætti á eldhúsið sem vettvang
glæpsins, syndafallsins sem felst í því að breyta upphaflegu ástandi
sköpunarverksins, náttúru í menningu.6 Fyrir utan gluggann sést grár
himinn og gljáandi laufblöð á álmtré. Maðurinn drekkur te en (soðin)
laufblöðin úr katlinum eru orðin svört og sökkva til botns í bollanum.
Hann er einn og það er ekkert í blöðunum „frekar en venjulega“ en
hann les þau samt „eins og alltaf“ þótt Isaac Bashevis Singer hafi sagt að
„morgunlestur á dagblöðum væri hliðstæða þess að taka eitur á fastandi
maga“ (bls. 59).7 Menningin, hin meðhöndlaða eða eldaða náttúra, er
með öðrum orðum eitur sem söguhetjan hefur aldrei getað vanið sig af,
eins og hún segir. Maðurinn kveikir sér í sígarettu – einnig þannig er