Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 32
Þ r ö s t u r H e l g a s o n 32 TMM 2011 · 4 sögu,4 en söguna má einnig skilja sem afbyggingu á henni. Gerður hefur verið skýr greinarmunur á þessum hugtökum en þau eru flókin og sam­ spilið á milli þeirra margvíslegra en svo að hægt sé að henda reiður á því í stuttri grein. Menning er fyrst og fremst það sem maðurinn bætir við náttúruna með umgengni sinni við hana – menning er það sem mað­ urinn gerir, hugsar, segir.5 Lengst af hefur verið litið þannig á að menn­ ingin hafi í sjálfu sér ekkert með náttúruna að gera að öðru leyti frekar en orð hafi eitthvað með hluti að gera þótt þau nefni þá og skýri. Saga Gyrðis leiðir aftur á móti í ljós að það er engin náttúra, upphafleg eða ósnortin og utan mannlegrar vitundar. Náttúruna þekkjum við fyrst og fremst út frá tengslum okkar við hana: umgengni, nýtingu, ræktun, hugsun, orðun. En þar með er ekki öll sagan sögð því að merkingin sem sköpuð hefur verið um náttúruna (manninn, heiminn) er óstöðug og jafnvel haldlítil: (g)yrðingarnar eru ótraustar. Í þessari grein verður fótsporum aðalsöguhetjunnar inn í skóginn fylgt með nákvæmum lestri í anda nýrýninnar en á leiðinni verður gripið til ýmissa tækja og tóla sem hugvísindi síðustu áratuga hafa fært okkur. Aðferðin sprettur af frásögninni – greinin er nokkurs konar gönguferð um texta Gyrðis – sem er fínlega tálguð að hætti höfundar. * „Ég las blöðin“ eru fyrstu þrjú orð sögunnar og gætu vísað til tínslu laufblaða (af trjám aldingarðsins) en söguhetjan er að lesa dagblöðin (hina forboðnu ávexti menningarinnar?) „í daufri birtunni frá eld­ húsglugganum“ (bls. 59). Strax í byrjun slær því saman grunnand­ stæðum sögunnar sem jafnframt eru grunnandstæður vestrænnar menningarsögu eins og mannfræðingurinn Claude Lévi­Strauss benti á, hið hráa (náttúran) og hið eldaða (menningarlega meðhöndluð nátt­ úran), hið leyfilega og hið bannaða – líta mætti á eldhúsið sem vettvang glæpsins, syndafallsins sem felst í því að breyta upphaflegu ástandi sköpunarverksins, náttúru í menningu.6 Fyrir utan gluggann sést grár himinn og gljáandi laufblöð á álmtré. Maðurinn drekkur te en (soðin) laufblöðin úr katlinum eru orðin svört og sökkva til botns í bollanum. Hann er einn og það er ekkert í blöðunum „frekar en venjulega“ en hann les þau samt „eins og alltaf“ þótt Isaac Bashevis Singer hafi sagt að „morgunlestur á dagblöðum væri hliðstæða þess að taka eitur á fastandi maga“ (bls. 59).7 Menningin, hin meðhöndlaða eða eldaða náttúra, er með öðrum orðum eitur sem söguhetjan hefur aldrei getað vanið sig af, eins og hún segir. Maðurinn kveikir sér í sígarettu – einnig þannig er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.