Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 70
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n 70 TMM 2011 · 4 auk annarra lærdómsverka Grikkja, araba, gyðinga o.fl. Í nokkrum menntasetrum hinnar geistlegu stéttar í Frakklandi og Norður­Ítalíu höfðu skapast efnisleg skilyrði fyrir meiri lærdómsiðkun en áður, og þaðan dreifðust afskriftirnar áfram. Eitt lítið dæmi um útbreiðsluna er þýðing á hluta ritsins Diciplina Clericalis eftir gyðinginn Petrus Alfonsi frá Andalúsíu sem birtist í Hauksbók á Íslandi upp úr 1300 (sjá síðar). Menningarhlekkurinn Toledo og dreifing lærdómsins þaðan fól í sér sigur trúarlegs umburðarlyndis og var um leið menningarsögulegur sigur hinnar kristnu Evrópu (m.a. sigur rökhyggju yfir dulhyggju). Menningarfordómar og dramb girtu enn ekki fyrir að hún gæti sest í sæti nemandans og numið af öðrum menningarsamfélögum. Þáttur mára í aðdraganda endurreisnarstefnunnar í Evrópu sem sprakk út á 15. og 16. öld var mikill. Að sumu leyti hefur evrópskt lærdómssamfélag viðurkennt það í söguritun sinni, að öðru leyti ekki. Síst hafa áhrif máranna á evrópskar fagurbókmenntir verið viðurkennd. Þau eru þó umtalsverð eins og nú mun sagt verða. Ástarriddarar frá Provence Það var grunur um bókmenntaáhrif frá márum norður yfir Pýreneafjöll sem fyrst vakti áhuga minn á Andalúsíu. Sú forvitni var tengd áhuga mínum á arfi trúbadoranna frá Provence í Suður­Frakklandi, söngvaskáldanna sem Dante og ítölsku sonnettuskáldin kölluðu forvera sína og fyrirmyndir. Þeim áhuga deildi ég með vini mínum og heimilis­ lækni, Daníel Á. Daníelssyni á Dalvík (1902–1995). Hann þýddi fyrstur manna ljóð franskra trúbadora og arabískra ástaskálda á íslensku (sjá William Shakespeare. Sonnettur, 1989, og Andalúsíuljóð arabískra skálda, 1994). Trúbadorarnir eru gjarnan kenndir við Provence en réttara er að kenna þá við þrjú suðurfrönsk héruð og hertogadæmi: Provence, Languedoc og Akvitaníu. Ljóð trúbadora hafa verið talin mikilvægur upphafspunktur í evrópskum bókmenntum: sem bókmenntir á þjóðtungu, þ.e.a.s. elstu skráðu bókmenntir á rómanskri tungu, sem upphaf í lýrískri ljóðagerð, upphafsstef í vestrænum veraldlegum söng og enn fremur sem nýnæmi í afstöðu til ástarinnar og náttúrunnar. Í framhaldi af ljóðum trúbadora fór nýstárlegur ástarskáldskapur eins og hálfgert æði um stóra hluta Evrópu á 12. öld. Lýrísk ljóðagerð þeirra átti sér eftirkomendur í hinum „nýja fagra stíl“ á Sikiley á 13. öld og seinna Norður­Ítalíu, en í Norður­Frakklandi blandaðist ástarstefið við hetjukvæðahefð sem þar var fyrir, kappakvæði (chansons de geste), og úr urðu sagnakvæði/ljóð­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.