Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 57
U m f r e l s i o g j ö f n u ð
TMM 2011 · 4 57
og lífskjörum sem fyrri kynslóðir börðust fyrir í nafni félagslegrar sam
stöðu.
Kjarninn í boðskap nýfrjálshyggjunnar, sem varð að ríkjandi hug
myndafræði á seinustu áratugum liðinnar aldar, er að allir hafi að lokum
hag af því að frelsi einstaklingsins fái að njóta sín. Þannig sé sköpunar
kraftur hans leystur úr læðingi; hin „dauða hönd“ ríkisins, sem birtist
skapandi frumkvöðlum sem lamandi afskiptasemi, leiði til stöðnunar.
Frjálshyggjumenn vara við ófyrirséðum afleiðingum vel meinandi
en vanhugsaðra aðgerða stjórnmálamanna, sem nota annarra manna
peninga til að kaupa sér fylgi. Í leiðinni búi þeir til „fátæktargildrur“
og kæfi náttúrlega sjálfsbjargarhvöt fólks í alltumvefjandi faðmlagi
ríkisforsjárinnar. Kjörorð frjálshyggjunnar er tær popúlismi: „Valdið til
fólksins“ og „niður með möppudýrin“ (reglugerðaríkið). – Fullyrðingar
frjálshyggjumanna um að velferðarríkið lamaði sjálfsbjargarhvöt fólks,
hafa ekki reynst réttar. Norrænu velferðarríkin hafa löngum státað af
meiri atvinnuþátttöku fólks á vinnualdri en allar aðrar nútímaþjóðir,
að Bandaríkjunum meðtöldum, þrátt fyrir að þau tryggðu lágtekjufólki,
atvinnulausu, veikum og öldruðum viðunandi lífskjör og öryggi. Þetta
var því, og er, áróður.
Áróðurinn bar ótrúlegan árangur, enda þótt ævintýrið endaði á annan
veg en höfundarnir höfðu talið hinum ginnkeyptu trú um: Nefnilega í
hærri sköttum á almenning og niðurskurði félagslegra útgjalda, til þess
að pína skattgreiðendur til þess að borga skuldir hinna ofsaríku!
Nýfrjálshyggjumenn eru talsmenn lágmarksríkisins. Þeir fordæma
íhlutun ríkisins í starfsemi frjálsra markaða. Þeir telja sjálfum sér trú
um að markaðurinn búi yfir getu til að leiðrétta eigin mistök. Þeir
boða einkavæðingu þjóðarauðlinda og almannaþjónustu. Þeir krefjast
afnáms reglugerða og eftirlits með starfsemi markaðarins. Til þess að
laða að erlenda fjárfestingu er þjóðríkjunum att út í samkeppni niður
á við, samkeppni undirboða til að lækka skatta á fyrirtækjum og
fjármagnseigendum. Allt er þetta boðað í nafni aukins hagvaxtar og
tækniframfara, í krafti samkeppni. Þegar frjálshyggjumenn eru spurðir
hverjum í hag hagvöxturinn sé, ef bróðurpartur hans kemur í hlut
þeirra sem eru forríkir fyrir – þá er svarið þetta: Fjárfestingar hinna ríku
munu skapa störf; og með tíð og tíma munu tekjurnar af fjárfestingunni
„seytla niður“ (e. tricle down) til hinna snauðu. Þetta hét áður að molar
af borðum auðkýfinganna myndu hrjóta niður til hinna sveltandi. Lyftir
ekki flóðið öllum bátum jafnt?