Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 57
U m f r e l s i o g j ö f n u ð TMM 2011 · 4 57 og lífskjörum sem fyrri kynslóðir börðust fyrir í nafni félagslegrar sam­ stöðu. Kjarninn í boðskap nýfrjálshyggjunnar, sem varð að ríkjandi hug­ myndafræði á seinustu áratugum liðinnar aldar, er að allir hafi að lokum hag af því að frelsi einstaklingsins fái að njóta sín. Þannig sé sköpunar­ kraftur hans leystur úr læðingi; hin „dauða hönd“ ríkisins, sem birtist skapandi frumkvöðlum sem lamandi afskiptasemi, leiði til stöðnunar. Frjálshyggjumenn vara við ófyrirséðum afleiðingum vel meinandi en vanhugsaðra aðgerða stjórnmálamanna, sem nota annarra manna peninga til að kaupa sér fylgi. Í leiðinni búi þeir til „fátæktargildrur“ og kæfi náttúrlega sjálfsbjargarhvöt fólks í alltumvefjandi faðmlagi ríkisforsjárinnar. Kjörorð frjálshyggjunnar er tær popúlismi: „Valdið til fólksins“ og „niður með möppudýrin“ (reglugerðaríkið). – Fullyrðingar frjálshyggjumanna um að velferðarríkið lamaði sjálfsbjargarhvöt fólks, hafa ekki reynst réttar. Norrænu velferðarríkin hafa löngum státað af meiri atvinnuþátttöku fólks á vinnualdri en allar aðrar nútímaþjóðir, að Bandaríkjunum meðtöldum, þrátt fyrir að þau tryggðu lágtekjufólki, atvinnulausu, veikum og öldruðum viðunandi lífskjör og öryggi. Þetta var því, og er, áróður. Áróðurinn bar ótrúlegan árangur, enda þótt ævintýrið endaði á annan veg en höfundarnir höfðu talið hinum ginnkeyptu trú um: Nefnilega í hærri sköttum á almenning og niðurskurði félagslegra útgjalda, til þess að pína skattgreiðendur til þess að borga skuldir hinna ofsaríku! Nýfrjálshyggjumenn eru talsmenn lágmarksríkisins. Þeir fordæma íhlutun ríkisins í starfsemi frjálsra markaða. Þeir telja sjálfum sér trú um að markaðurinn búi yfir getu til að leiðrétta eigin mistök. Þeir boða einkavæðingu þjóðarauðlinda og almannaþjónustu. Þeir krefjast afnáms reglugerða og eftirlits með starfsemi markaðarins. Til þess að laða að erlenda fjárfestingu er þjóðríkjunum att út í samkeppni niður á við, samkeppni undirboða til að lækka skatta á fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Allt er þetta boðað í nafni aukins hagvaxtar og tækniframfara, í krafti samkeppni. Þegar frjálshyggjumenn eru spurðir hverjum í hag hagvöxturinn sé, ef bróðurpartur hans kemur í hlut þeirra sem eru forríkir fyrir – þá er svarið þetta: Fjárfestingar hinna ríku munu skapa störf; og með tíð og tíma munu tekjurnar af fjárfestingunni „seytla niður“ (e. tricle down) til hinna snauðu. Þetta hét áður að molar af borðum auðkýfinganna myndu hrjóta niður til hinna sveltandi. Lyftir ekki flóðið öllum bátum jafnt?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.