Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 60
J ó n B a l d v i n H a n n i b a l s s o n 60 TMM 2011 · 4 unum frá falli. Erlendir lánardrottnar – aðallega þýskir bankar – hafa þess vegna tapað morð fjár. Það breytir ekki því að skuldasúpan, sem íslenskir skattgreiðendur sitja uppi með eftir þessa tilraunastarfsemi nýfrjálshyggjunnar, hefur þýtt atvinnu­ og eignamissi fyrir fjölda fólks og lífskjaraskerðingu fyrir þjóðina í heild meðan hún er að vinna sig út úr skuldafangelsinu. Hvaða lærdóma má af þessu draga? Þennan meðal annars: Að sleppa lausum eyðingaröflum óbeislaðs kapítalisma, án þess að reynt sé að halda þeim í skefjum með atbeina lýðræðislegs ríkisvalds, leiðir til alls­ herjar ófarnaðar. Með öðrum orðum: Skefjalaust frelsi hinna fáu leiðir til takmarkana á frelsi hinna mörgu. Asni klyfjaður gulli Þegar við hugleiðum eymd hins snauða fjölda í þriðja heiminum staldra flestir fljótlega við niðurdrepandi áhrif spillingarinnar, sem blómstrar í ranni stjórnmálaforystu og viðskiptaforkólfa þessara landa. Þeir sem kynnst hafa smitberandi áhrifum spillingarinnar á æðstu stöðum, hafa margir hverjir glatað voninni um, að við getum upprætt fátæktina í mannheimum á þessari öld, þrátt fyrir gnótt fjármagns og tækni til að leysa vandann. Hvers vegna er það að klíkukapítalismi (e. crony capitalism) í bland við frændhygli, valdbeitingarstjórn eða einhvers konar erfðalénsveldi, virðist vera ráðandi stjórnarfar vítt og breitt um heiminn? Peningarnir tala sínu máli. Gríðarlegur auður, sem safnast hefur á fárra hendur, færir hinni alþjóðlegu fjármálaelítu ómæld völd upp í hendurnar. Peningarnir kaupa vald eða aðgang að valdi; peningarnir kaupa stjórn­ málamenn og flokka; peningarnir kaupa fjölmiðla og ráða umræðunni; með peningum má kaupa lagasetningu. Þess vegna eru hundruð lobbýista um hvern þingmann á Capitol Hill í Washington D.C. Alþjóðlegir auðhringar – margir hverjir margfalt auðugri og valdameiri en veikburða þjóðríki – leita kerfisbundið eftir yfirráðum yfir auðlindum jarðar: Olíu, gasi, öðrum orkuauðlindum, dýrum málmum, frjósömu landi og – í vaxandi mæli í framtíðinni – ómenguðu og drykkjarhæfu vatni. Vald helstu auðhringanna spannar allan hnöttinn. Þeir eru oftar en ekki ráðandi á heildsölu­ og jafnvel smásölumörkuðum. Þeir hafa sterka vígstöðu í samskiptum sínum við harðstjóra þriðja heimsins. Það vefst lítt fyrir þeim að fá þá til að láta að vilja sínum – fyrir rétt verð. Hvers vegna er það, þegar örvæntingin loksins knýr hinn undirokaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.