Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 92
G a r ð a r B a l d v i n s s o n 92 TMM 2011 · 4 „Þetta er hræðilegt,“ sagði skipstjórinn. „Já, og það hefur auðvitað enginn þeirra farið á námskeið um hjálp í viðlögum,“ sagði Einar sem ekki hafði haft sig í frammi. „Nema Geiri, hann fór í fyrra hjá Rauða krossinum.“ „Er alveg víst að hann hafi dottið?“ spurði Þórður. Hann var alveg rólegur og reyndar óvenjuhægur. „Heldurðu að hann hafi kannski stokkið?“ spurði vélstjórinn snöggur upp á lagið eins og ráðist hefði verið á hann sjálfan. „Hann skuldaði út um allt,“ sagði Reynir. „Hann vissi ekkert hvað hann átti að gera í þessari skuldasúpu og hafði gríðarlegar áhyggjur þegar ég hitti hann fyrir tveimur vikum.“ „Pétur bróðir hans sá hann víst í fallinu. Út um lúguna. Pétur stóð sig víst eins og hetja. En var frekar hægur til að byrja með.“ „Kannski hann hafi tekið eftir því hvort hann stökk eða datt,“ sagði Þórður. „Annars hef ég einu sinni séð mann falla svona af efra dekkinu,“ bætti hann við, „og hann hrapaði eins og í teiknimyndum, baðaði út öllum öngum og horfði niður fyrir sig.“ Hann horfði fjarhuga á Reyni. „Sá sem ég sá hélt líka á hundi í bandi eins og hann myndi bjarga honum. Ég sá hann svolítið seinna í sjónum og þá stóð loftstrókurinn upp af honum.“ Þórður horfði fjarhuga út í loftið. „Náðuð þið honum inn aftur?“ spurði Ragnar. „Já, já, hann bjargaðist alveg,“ sagði Þórður og var nú eiginlega geisl­ andi. „Þetta var hann Óli Tótu, stýrimaður á Danska Pétri.“ „Þeir voru úti á sautjándanum og þá var brjálað veður,“ sagði Reynir. „Maður hefði frekar búist við því að missa mann útbyrðis í þeim ósköpum.“ „Það er náttúrlega svakaleg undiralda núna eftir þann storm, kannski hún hafi truflað,“ sagði Þórður hugsi. „Ég frétti að hann hefði skuldað bankanum þrjátíu milljónir og kaup­ félaginu næstum annað eins og svo hefði hann skuldað Pétri og Páli smáræði hér og þar,“ sagði Reynir uppfullur af þessari vitneskju. „Svo er sagt að hann hafi átt í einhverjum kvennavandræðum,“ bætti hann við og hallaði undir flatt. „Kannski ýmsar ástæður til að enda þetta.“ „Þetta er nú kannski ekki meira en margur annar,“ sagði vélstjórinn og var næstum því hissa á þessu en ekki víst hvort það var uppljóstrunin eða upplýsingarnar sem hann undraðist. „Engin ástæða til að kála sér.“ „Þeir töluðu nú ekki fallega um Geira, strákarnir á Danska Pétri,“ sagði Þórður. „Þeir sögðu að það hnigi ekki í honum blóðið.“ „Nú? Var hann einhver skaplurða?“ spurði Reynir. „Nei, nei,“ sagði Þórður, „þeir sögðu hann svona latan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.