Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 37
G i r ð i n g a r
TMM 2011 · 4 37
64) – ef til vill eina haldreipið, einu tenginguna við framandi umhverfið
(textann). „Þessi birkiviður“ segir hann „úr skosku hálöndunum hafði
fengið það sérstæða framhaldslíf að styðja mig hér, eftir áfall sem ég
mundi aldrei ná mér af til fulls“ (bls. 64). Þetta er með öðrum orðum
útlenskur stafur sem styður hann í framandi (menningar)landslagi
eigin lands (sem gæti allt eins verið „einskonar Alaska“) eftir slys sem
hann hafði orðið fyrir við það að hætta að hugsa um veginn ((íslenska)
táknkerfið?) og aksturinn (lesturinn?) í japönskum bíl vegna þess að
hann vildi vera annars staðar. Ef við skiljum þrána eftir að vera annars
staðar í ljósi Pintervísunar textans þá er hún þrá eftir vitundarleysi, því
að losna undan áhrifum menningarinnar, komast til hins upprunalega
(náttúrunnar), til hins myrka meginlands (konunnar (sem er ekki til
staðar í textanum)) hið innra – ekki vera á milli trjánna, heldur vera tré
eða kannski undir því, í rótunum, þar sem þetta byrjar allt saman. En
slíkt ferðalag er augljóslega ekki hættulaust, enda maðurinn örkuml
aður eftir eina ferðina. Og kannski er slíkt ferðalag ekki mögulegt eða
dæmt til að vera erindisleysa, nokkurs konar „skógarferð“.
Í lok sögunnar virðist maðurinn standa frammi fyrir því að hann á
engan annan kost en að stafa sig áfram í menningarlandslaginu. Þegar
hann kemur aftur að kjúklingabúinu er veggjakrotið horfið. „Ég trúði
varla mínum eigin augum og færði mig nær. Þá sá ég að glampaði á vota
málningu þar sem stafirnir höfðu verið“ (bls. 65). Í þessu kunna að vísu
að felast tvíræð skilaboð. Svo virðist sem með útþurrkun textans hafi
ummerki menningarinnar verið máð burt og söguhetjan á táknrænan
hátt skilin eftir á einhvers konar upphafsreit – með hreina töflu (tabula
rasa) – kannski með vísun til upprunalegs eða náttúrulegs ástands. Og
í skilningi LéviStrauss er það einmitt draumurinn, að hreinsa burt
óhreinindi menningarinnar, spillingaráhrif hennar sem skriftin átti jú
sök á. Í Tristes Tropiques segir hann frá því hvernig Nambikwaraætt
flokkurinn í regnskógum Brasilíu fékk áhuga á að læra að skrifa þegar
hann fylgdist með mannfræðingnum pára minnispunkta í dagbók
sína. Hann lét fólkið hafa blað og blýant og fljótlega lærði það að draga
bylgjóttar línur eftir pappírnum. Höfðinginn lét sér hins vegar ekki
nægja að draga línur og vildi sýna fram á að hann hefði fengið innsýn
í töfrumlíka hætti hvíta mannsins. Hann þóttist því lesa upp eigið pár.
LéviStrauss les út úr þessu háttalagi höfðingjans staðfestingu á þeirri
vestrænu hefð að líta á skriftina sem eins konar afleiðingu eða réttara
sagt afætu hins upprunalega og saklausa talmáls og jafnvel ofbeldi
gegn náttúrulegu ástandi. Hann kennir sjálfum sér því um að hafa
spillt sakleysi Nambikwaraættflokksins með ábyrgðarlausri hegðun