Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 37
G i r ð i n g a r TMM 2011 · 4 37 64) – ef til vill eina haldreipið, einu tenginguna við framandi umhverfið (textann). „Þessi birkiviður“ segir hann „úr skosku hálöndunum hafði fengið það sérstæða framhaldslíf að styðja mig hér, eftir áfall sem ég mundi aldrei ná mér af til fulls“ (bls. 64). Þetta er með öðrum orðum útlenskur stafur sem styður hann í framandi (menningar)landslagi eigin lands (sem gæti allt eins verið „einskonar Alaska“) eftir slys sem hann hafði orðið fyrir við það að hætta að hugsa um veginn ((íslenska) táknkerfið?) og aksturinn (lesturinn?) í japönskum bíl vegna þess að hann vildi vera annars staðar. Ef við skiljum þrána eftir að vera annars staðar í ljósi Pintervísunar textans þá er hún þrá eftir vitundarleysi, því að losna undan áhrifum menningarinnar, komast til hins upprunalega (náttúrunnar), til hins myrka meginlands (konunnar (sem er ekki til staðar í textanum)) hið innra – ekki vera á milli trjánna, heldur vera tré eða kannski undir því, í rótunum, þar sem þetta byrjar allt saman. En slíkt ferðalag er augljóslega ekki hættulaust, enda maðurinn örkuml­ aður eftir eina ferðina. Og kannski er slíkt ferðalag ekki mögulegt eða dæmt til að vera erindisleysa, nokkurs konar „skógarferð“. Í lok sögunnar virðist maðurinn standa frammi fyrir því að hann á engan annan kost en að stafa sig áfram í menningarlandslaginu. Þegar hann kemur aftur að kjúklingabúinu er veggjakrotið horfið. „Ég trúði varla mínum eigin augum og færði mig nær. Þá sá ég að glampaði á vota málningu þar sem stafirnir höfðu verið“ (bls. 65). Í þessu kunna að vísu að felast tvíræð skilaboð. Svo virðist sem með útþurrkun textans hafi ummerki menningarinnar verið máð burt og söguhetjan á táknrænan hátt skilin eftir á einhvers konar upphafsreit – með hreina töflu (tabula rasa) – kannski með vísun til upprunalegs eða náttúrulegs ástands. Og í skilningi Lévi­Strauss er það einmitt draumurinn, að hreinsa burt óhreinindi menningarinnar, spillingaráhrif hennar sem skriftin átti jú sök á. Í Tristes Tropiques segir hann frá því hvernig Nambikwara­ætt­ flokkurinn í regnskógum Brasilíu fékk áhuga á að læra að skrifa þegar hann fylgdist með mannfræðingnum pára minnispunkta í dagbók sína. Hann lét fólkið hafa blað og blýant og fljótlega lærði það að draga bylgjóttar línur eftir pappírnum. Höfðinginn lét sér hins vegar ekki nægja að draga línur og vildi sýna fram á að hann hefði fengið innsýn í töfrumlíka hætti hvíta mannsins. Hann þóttist því lesa upp eigið pár. Lévi­Strauss les út úr þessu háttalagi höfðingjans staðfestingu á þeirri vestrænu hefð að líta á skriftina sem eins konar afleiðingu eða réttara sagt afætu hins upprunalega og saklausa talmáls og jafnvel ofbeldi gegn náttúrulegu ástandi. Hann kennir sjálfum sér því um að hafa spillt sakleysi Nambikwara­ættflokksins með ábyrgðarlausri hegðun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.