Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 103
N ó b e l s s k á l d i ð To m a s Tr a n s t r ö m e r TMM 2011 · 4 103 Hann er fæddur 1931 og jafnaldrar hans meðal skálda voru yfirleitt vinstrisinnaðir, pólitískt meðvitaðir. Stöðu Tranströmers í þessu efni lýsti Eva Lilja svo í Den svenska litteraturen (Medieålderns litteratur, bls. 66): Tomas Tranströmer hefur aldrei helgað sig bókmenntasköpun óskiptur. Öll sín fullorðinsár hefur hann starfað sem sálfræðingur hér og þar um landið og aldrei tekið þátt í menningarpólitík af nokkru tagi. Hins vegar hefur hann leitast við að yrkja um starf sitt í dagsins önn. Tranströmer helgaði hluta starfsævi sinnar föngum í sænskum fangels­ um og valdi þar ekki auðveldasta sjúklingahópinn. Síðar þjónaði hann innan félagsþjónustunnar, og um þjáningar skjólstæðinga sinna fjallaði hann einna vægðarlausast í ljóðinu Galleria, sem hefur verið kallað eins konar Divina Commedia, ferðalag gegnum mennsk víti, að því er kemur fram í bókarkafla Evu Lilju. Orð Evu Lilju féllu undir lok níunda áratugarins og þá þegar var Tranströmer sjúklingur. Hann hafði kennt síþreytu árið 1990 og ævi­ söguritari hans, Staffan Bergsten, kveður svo að orði að það hafi verið skáldinu léttir að vera lagður inn á sjúkrahús með heilablæðingu. „Hann hlustaði mikið á tónlist og var kvíðalaus. Minnið og hugsunin voru ósnortin. Málið og hreyfigetan í hægri hlið kæmu aftur.“1 – Þetta vonuðu allir, en svo fór ekki. Málstol Tranströmers hefur ekki hopað, hann getur ekki heldur notað hægri hönd. Eina ljóðabók hans eftir veikindin, Gátan mikla (Den stora gåtan), kom út 2004. Úr henni eru þau dæmi valin sem hér fylgja. Tomas Tranströmer óx upp á Söder í Stokkhólmi, faðir hans yfirgaf heimilið þegar Tomas var þriggja ára, og eftir það ólst hann upp með móður sinni en á sumrin var hann hjá afanum og ömmunni úti í skerjagarðinum. Afinn var lóðs og kenndi drengnum mikið, en sam­ bandið við ömmuna var líka mikilvægt þótt hennar nyti ekki lengi við: Ég man hana. Ég þrýsti mér að henni og á dánarstundinni (flutningsaugnablikinu?) sendi hún mér hugsun svo að ég – fimm ára – skildi hvað gerst hafði hálftíma áður en hringt var. (Eystrasölt 1974.) Eystrasölt (þetta er raunveruleg fleirtala, Östersjöar) er meðal bestu og persónulegustu kvæða Tranströmers, raunar kvæðabálkur sem kom út sem sjálfstæð ljóðabók. Annað ljóð bálksins hefst svona, og greinilegt hver gamla konan er:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.