Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 103
N ó b e l s s k á l d i ð To m a s Tr a n s t r ö m e r
TMM 2011 · 4 103
Hann er fæddur 1931 og jafnaldrar hans meðal skálda voru yfirleitt
vinstrisinnaðir, pólitískt meðvitaðir. Stöðu Tranströmers í þessu efni
lýsti Eva Lilja svo í Den svenska litteraturen (Medieålderns litteratur,
bls. 66):
Tomas Tranströmer hefur aldrei helgað sig bókmenntasköpun óskiptur. Öll sín
fullorðinsár hefur hann starfað sem sálfræðingur hér og þar um landið og aldrei
tekið þátt í menningarpólitík af nokkru tagi. Hins vegar hefur hann leitast við
að yrkja um starf sitt í dagsins önn.
Tranströmer helgaði hluta starfsævi sinnar föngum í sænskum fangels
um og valdi þar ekki auðveldasta sjúklingahópinn. Síðar þjónaði hann
innan félagsþjónustunnar, og um þjáningar skjólstæðinga sinna fjallaði
hann einna vægðarlausast í ljóðinu Galleria, sem hefur verið kallað eins
konar Divina Commedia, ferðalag gegnum mennsk víti, að því er kemur
fram í bókarkafla Evu Lilju.
Orð Evu Lilju féllu undir lok níunda áratugarins og þá þegar var
Tranströmer sjúklingur. Hann hafði kennt síþreytu árið 1990 og ævi
söguritari hans, Staffan Bergsten, kveður svo að orði að það hafi verið
skáldinu léttir að vera lagður inn á sjúkrahús með heilablæðingu.
„Hann hlustaði mikið á tónlist og var kvíðalaus. Minnið og hugsunin
voru ósnortin. Málið og hreyfigetan í hægri hlið kæmu aftur.“1 – Þetta
vonuðu allir, en svo fór ekki. Málstol Tranströmers hefur ekki hopað,
hann getur ekki heldur notað hægri hönd. Eina ljóðabók hans eftir
veikindin, Gátan mikla (Den stora gåtan), kom út 2004. Úr henni eru
þau dæmi valin sem hér fylgja.
Tomas Tranströmer óx upp á Söder í Stokkhólmi, faðir hans yfirgaf
heimilið þegar Tomas var þriggja ára, og eftir það ólst hann upp með
móður sinni en á sumrin var hann hjá afanum og ömmunni úti í
skerjagarðinum. Afinn var lóðs og kenndi drengnum mikið, en sam
bandið við ömmuna var líka mikilvægt þótt hennar nyti ekki lengi við:
Ég man hana. Ég þrýsti mér að henni
og á dánarstundinni (flutningsaugnablikinu?) sendi hún mér hugsun
svo að ég – fimm ára – skildi hvað gerst hafði
hálftíma áður en hringt var. (Eystrasölt 1974.)
Eystrasölt (þetta er raunveruleg fleirtala, Östersjöar) er meðal bestu og
persónulegustu kvæða Tranströmers, raunar kvæðabálkur sem kom út
sem sjálfstæð ljóðabók. Annað ljóð bálksins hefst svona, og greinilegt
hver gamla konan er: