Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 54
J ó n B a l d v i n H a n n i b a l s s o n 54 TMM 2011 · 4 þjóða og afgangsins af mannkyninu. Tímaritið vitnaði í rannsókn, sem The Economic Policy Institute í Washington D.C. birti nýlega, þar sem kannað var hlutfall meðaltekna hinna ríku annars vegar og „botnlagsins“, þ.e. 90% þjóðarinnar, hins vegar, á aldarfjórðungstímabili (frá árinu 1980 til ársins 2006). Við upphaf tímabilsins þénuðu 1% hinna ríku tíu sinnum meira en afgangurinn af þjóðfélaginu. Aldarfjórðungi síðar, eða árið 2006, þénuðu þeir 20 sinnum meira en hinir. En þegar kemur að hinum ofurríku – sem flokkast undir 0,1% fram­ teljenda – þá reyndust tekjur þeirra við upphaf tímabilsins vera 20 sinnum meiri en tekjur 90% framteljenda, en voru orðnar 80 sinnum meiri undir lok þess. Á sama tíma hafa laun millitekjufólks og lág­ tekjufólks staðnað vegna áhrifa tæknibreytinga, alþjóðavæðingar og hnignandi áhrifa verkalýðsfélaga. Hollenski hagfræðingurinn Jan Pen hefur dregið upp mynd til að lýsa ójöfnuðinum, sem Economist vitnar til. Ímyndum okkur að líkamleg hæð einstaklinga sé hlutfallsleg við tekjur þeirra þannig að meðaltekjumaður birtist okkur í meðalhæð. Ímyndum okkur svo að allir fullorðnir ein­ staklingar meðal amerísku þjóðarinnar gangi fram hjá okkur, í stighækk­ andi hæð, á einni klukkustund. Jan Pen lýsir skrúðgöngunni svona: Þeir sem fyrst ganga fram hjá, eigendur fyrirtækja sem rekin eru með tapi, eru ósýnilegir; höfuð þeirra eru neðanjarðar. Síðan koma hinir atvinnulausu og fólkið á lægstu laununum – sem birtist okkur sem dvergar. Eftir hálftíma skrúðgöngu ná þeir sem fram hjá ganga venjulegu fólki aðeins í mitti … Það líða nærri 45 mínútur áður en við sjáum fólk af eðlilegri stærð. En á lokamínútunum sjáum við risa storma fram hjá. Þegar sex mínútur eru eftir af klukkustundinni, eru risarnir orðnir á fjórða metra háir. Þegar 400 hinna ríkustu ganga fram hjá (billjónerarnir skv. Fortune 500) rétt í blálokin, samsvarar hæð hvers þeirra um þremur komma tveimur kílómetrum. Þetta er ekki beinlínis fjölskyldumynd af landi jafnréttisins, þar sem sömu leikreglur gilda fyrir alla í lífskjarakapphlaupinu, eða hvað? Það má merkilegt heita, að faðir Bills Gates, sem telst vera annar ríkasti maður heims, og Warren Buffet, sá þriðji ríkasti, hafa tekið höndum saman um að berjast fyrir því að erfðafjárskattur verði endurreistur í Bandaríkjunum (en hann var afnuminn í forsetatíð Bush yngra). Þeir segjast ekki vilja sjá ameríska drauminn afskræmdan með þeim hætti, að „allsráðandi peningaaðall“ hafi kastað eign sinni á samfélagið með gögnum þess og gæðum. En svona er þetta nú samt. Jafnvel hin gömlu og stéttskiptu þjóðfélög erfðaaðalsins í Evrópu eru nú orðin meiri jafn­ aðarþjóðfélög heldur en hið fyrirheitna land ameríska draumsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.