Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 54
J ó n B a l d v i n H a n n i b a l s s o n
54 TMM 2011 · 4
þjóða og afgangsins af mannkyninu. Tímaritið vitnaði í rannsókn,
sem The Economic Policy Institute í Washington D.C. birti nýlega,
þar sem kannað var hlutfall meðaltekna hinna ríku annars vegar og
„botnlagsins“, þ.e. 90% þjóðarinnar, hins vegar, á aldarfjórðungstímabili
(frá árinu 1980 til ársins 2006). Við upphaf tímabilsins þénuðu 1% hinna
ríku tíu sinnum meira en afgangurinn af þjóðfélaginu. Aldarfjórðungi
síðar, eða árið 2006, þénuðu þeir 20 sinnum meira en hinir.
En þegar kemur að hinum ofurríku – sem flokkast undir 0,1% fram
teljenda – þá reyndust tekjur þeirra við upphaf tímabilsins vera 20
sinnum meiri en tekjur 90% framteljenda, en voru orðnar 80 sinnum
meiri undir lok þess. Á sama tíma hafa laun millitekjufólks og lág
tekjufólks staðnað vegna áhrifa tæknibreytinga, alþjóðavæðingar og
hnignandi áhrifa verkalýðsfélaga.
Hollenski hagfræðingurinn Jan Pen hefur dregið upp mynd til að lýsa
ójöfnuðinum, sem Economist vitnar til. Ímyndum okkur að líkamleg hæð
einstaklinga sé hlutfallsleg við tekjur þeirra þannig að meðaltekjumaður
birtist okkur í meðalhæð. Ímyndum okkur svo að allir fullorðnir ein
staklingar meðal amerísku þjóðarinnar gangi fram hjá okkur, í stighækk
andi hæð, á einni klukkustund. Jan Pen lýsir skrúðgöngunni svona:
Þeir sem fyrst ganga fram hjá, eigendur fyrirtækja sem rekin eru með tapi,
eru ósýnilegir; höfuð þeirra eru neðanjarðar. Síðan koma hinir atvinnulausu
og fólkið á lægstu laununum – sem birtist okkur sem dvergar. Eftir hálftíma
skrúðgöngu ná þeir sem fram hjá ganga venjulegu fólki aðeins í mitti … Það líða
nærri 45 mínútur áður en við sjáum fólk af eðlilegri stærð. En á lokamínútunum
sjáum við risa storma fram hjá. Þegar sex mínútur eru eftir af klukkustundinni,
eru risarnir orðnir á fjórða metra háir. Þegar 400 hinna ríkustu ganga fram hjá
(billjónerarnir skv. Fortune 500) rétt í blálokin, samsvarar hæð hvers þeirra um
þremur komma tveimur kílómetrum.
Þetta er ekki beinlínis fjölskyldumynd af landi jafnréttisins, þar sem
sömu leikreglur gilda fyrir alla í lífskjarakapphlaupinu, eða hvað?
Það má merkilegt heita, að faðir Bills Gates, sem telst vera annar ríkasti
maður heims, og Warren Buffet, sá þriðji ríkasti, hafa tekið höndum
saman um að berjast fyrir því að erfðafjárskattur verði endurreistur í
Bandaríkjunum (en hann var afnuminn í forsetatíð Bush yngra). Þeir
segjast ekki vilja sjá ameríska drauminn afskræmdan með þeim hætti,
að „allsráðandi peningaaðall“ hafi kastað eign sinni á samfélagið með
gögnum þess og gæðum. En svona er þetta nú samt. Jafnvel hin gömlu
og stéttskiptu þjóðfélög erfðaaðalsins í Evrópu eru nú orðin meiri jafn
aðarþjóðfélög heldur en hið fyrirheitna land ameríska draumsins.