Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2011 · 4 snýr sér svo að Hallgrími og mælir: „Ekkert á ég sverðið að gefa þér að skilnaði, Hallgrímur minn, en farir þú – þá farðu í Jesú nafni“ (bls. 375). Vega­ nesti Hallgríms verður ólíkt því sem Grettir hlaut á sínum tíma. Hallgrím ur fer af landi brott með „hangikjötsbragð á tungunni“, árnaðarorð ömmu sinnar í eyrunum og Eintal sálarinnar frá föður sínum í farteski sínu, sem átti eftir að færa honum huggun rétt eins og Pétri föður hans áður, og hafa gríðarleg áhrif á hann sem sálmaskáld. Halldóra Guðbrandsdóttir er ein af eftirminnilegustu persónum sögunnar við hlið Hall gríms og gerir höfundur sér mat úr heim ildum um þátt hennar í rekstri Hólastóls og ráðs mennsku á staðnum til þess að draga upp mynd af stórbrotinni konu, sem stjórnaði einu helsta valda­ og menningarsetri landsins í upphafi 17. aldar, og bauð ráðríkum körlum birginn, ekki síst stórhöfðingj­ anum og mági sínum Ara í Ögri þegar hann hyggst taka staðarforráð í veikind­ um Guðbrands biskups (bls. 257–259). Halldóra „ber karlmannshug í konu­ brjósti“ eins og sagt er um hana í skóla­ meistara sögum Jóns Halldórs sonar í Hítar dal8 og Steinunn notfærir sér þann dóm í sögu sinni. Stundum gengur höfundur ef til vill aðeins of langt með beinni heimilda­ notkun. Þannig kemur fyrir að þjóð­ háttalýsingar séu svo ítarlegar og langar að þær nánast trufli framvindu sögunn­ ar og hið sama má segja um afar langa bókatitla 17. aldar rita sem nefnd eru á nokkrum stöðum í sögunni og hefði vel mátt stytta eins og algengt er að gera. Enn fremur er upptaln ingum á bókum stundum ofaukið (sbr. t.d. bls. 194–196). Einfalda hefði mátt uppskrift af bréfum Kristjáns konungs V. þar sem hann felur Halldóru forsjá staðarins (bls. 307) og lýsingar á blekgerð (bls. 285) eru fróð­ legar en virka engu að síður sem innskot í söguna. Hið sama má segja um útskýr­ ingar Þorláks Skúla sonar á því hvernig hann fór að því að sleppa við farsótt sem gekk í Höfn og lýsingar hans á uppbygg­ ingu Kristjánsstaðar á Skáni (bls. 304– 306). Þetta er þó allt saman fróðlegt og segir líklega nútíma lesanda skáldsög­ unnar margt um tíðarandann og samfélags hætti þessa tíma. Bókin er skemmtilega 17. aldarleg, ef svo má að orði komast. Titill hennar dregur til dæmis dám af þeirrar tíðar bókatitlum, hann er langur og lýsandi, og um hann er skrautlegur rammi. Auk þess eru teiknaðir bókahnútar á eftir hverjum þætti sögunnar eins og gjarnan er gert í síðari alda ritum. Kaflinn „Til lesarans“ þar sem Steinunn segir frá til­ urð bókarinnar og lýsir aðferð sinni og heimildanotkun, er einnig dæmigerður fyrir fyrri alda rit, bæði prentaðar bækur og handrit. Ekki eru til miklar heimildir um líf barna á fyrri hluta 17. aldar en lýsingin á Hall grími, systkinum hans og leik­ systkinum er heillandi lesning. Höfund­ ur skapar hér persónu sem lesendur geta vel ímyndað sér að hafi verið skáldið Hallgrímur Pétursson í æsku. Strákur sem hafði orðið fyrir trámatískri reynslu, hafði góðan aðgang að bókum á sínum æskuárum og kynni af skáldum og andans mönnum, hafði alla burði til að verða skáld. Skáldsagan Heiman- fylgja er þó meira en bara saga stráksins Hallgríms. Hún er ekki aðeins þroska­ saga skálds heldur einnig og ekki síður saga menningar­ og menntasetursins Hóla í Hjaltadal á öðrum áratug 17. aldar, saga af ástum og örlögum karla og kvenna, bæði sögu legra persóna og upp­ diktaðra. Steinunn Jóhannesdóttir hefur dregið upp trúverðuga mynd af horfinni öld og gengnum kynslóðum landsins. Skáldsagan geymir sannfærandi sam­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.