Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 104
H e i m i r Pá l s s o n
104 TMM 2011 · 4
Vindur fer um furuskóginn. Þytur þungur og léttur
Eystrasaltið þýtur einnig inni á eyjunni, langt inni í skógi er maður úti á
opnu hafi.
Gamla konan lagði fæð á þytinn í skóginum. Andlitið stirðnaði af harmi
þegar hvessti.
„Nú verður manni hugsað til þeirra sem eru úti á sjó.“
En hún heyrði eitthvað annað í þytnum, nákvæmlega eins og ég, við erum
skyld.
(Við eigum samleið. Hún dó fyrir 30 árum.)
Tranströmer las sálfræði og bókmenntafræði við háskólann í Stokk
hólmi og réðst strax að loknu prófi til starfa við fangelsið í Roxtuna og
þar naut hann mikillar virðingar sem fræðimaður og manneskja. En
krefjandi starf með sálsjúkum brotamönnum gaf ekki mikið tóm til
ljóðagerðar, allra síst á sjöunda og áttunda áratugnum þegar menn litu
fyrst og fremst á fangelsi sem betrunarhús og bundu miklar vonir við
möguleika sálfræðinnar til lækningar. Vonbrigðin urðu hins vegar mikil
og fyrir ljóðskáldið var það léttir að taka haustið 1965 við hálfu starfi
sem sálfræðingur við starfsmannastjórn hjá hinu opinbera í Vesturási.
Það er vissulega leitun á óskáldlegra starfi en nú gafst meiri tími, því
Tranströmer var fenginn til annarra starfa, þar sem m.a. voru kennsla
við Uppsalaháskóla, Biblíuþýðingin og menningarsendiherrastörf í allar
áttir. Það síðastnefnda hefur greinilega fengið sívaxandi hlutverk eftir
því sem hróður hans óx um hinn vestræna heim, og nú er svo komið að
verk hans hafa komið út á yfir 50 tungumálum.
Ljóðlist Tranströmers hefur náin tengsl við bæði myndlist og tónlist.
Við erum svo gæfusöm að eiga íslenska þýðingu Ingibjargar Haralds
dóttur á Sorgargondólnum í Feneyjum, því kvæði sem líklega lýsir best
sambandi Tranströmers við tónlistina, en þar koma þeir báðir við sögu
tengdafeðgarnir Wagner og Liszt, þótt hinn síðarnefndi gegni þar meira
hlutverki. Sjálfur er Tranströmer góður píanisti, en hefur seinni árin
aðeins getað spilað vinstrihandarverk, en þau hafa nokkur verið hljóð
rituð.
Það hefur verið vinsæl iðja fjölmiðlafólks hér í Svíþjóð að spyrja
viðmælendur hver sé þeim minnisstæðasta ljóðlína Tranströmers. Eng
inn hefur átt í neinum vandræðum með að nefna línu, en það er athyglis
vert að fleiri en einn hef ég heyrt nefna fyrstu línuna í fyrsta ljóði fyrstu
bókarinnar: „Uppvaknandet är ett fallskärmshopp från drömmen.“ Að
vakna er að stökkva í fallhlíf úr draumnum. Línan er meira en hálfrar
aldar gömul en stendur vel fyrir sínu sem nýstárleg metafóra.