Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 25
„ N e m a í s ö g u /o g h u g a“ TMM 2011 · 4 25 skilning á ýmsa vegu.4 Þess má finna dæmi að hann ræði sjálfur um að frásagnir hreki burt einmanaleika en hann skýrir þá hvers vegna: […] hann [höfundurinn/Þórbergur] er ævinlega nálægur af lífi og sál, spannar alla tilveruna frá dapurleika til gleði, og það er aldrei þessi keimur af dauðri handavinnu sem er svo alltof algengur í verkum rithöfunda og skilur mann eftir einan og yfirgefinn á brunasandi.5 Frásögnin verður að vera annað og meira en tæknilega vel unnið verk; hún verður að miðla lífi, geðhrifum og tilfinningu svo að hún megni að vinna á einsemdinni. En það er ekki bara Gyrðir sjálfur sem talar opinskátt um hvers vegna hann sækir í frásagnir; fyrir kemur að persónur hans gera það líka. Málarinn einmana, sögumaðurinn í Sandárbókinni, er t.d. framan af að lesa sjálfsævisögu Chagalls og segist beinum orðum sökkva sér „í ævi hans“ til að „komast burt frá eigin lífi“.6 Tengsl einsemdar og frásagna birtast þó einatt með öðrum hætti í verkum Gyrðis. Sem dæmi um það má taka „Annan draum Stjörnu­ Odda“ í Kvöldi í ljósturninum. Það er örstutt saga, tvær og hálf blaðsíða, og tengist miðaldaþættinum „Stjörnu­Odda draumi“.7 Stjörnu­Odda hefur verið kennd svokölluð Oddatala,8 harla frumlegt rímfræðirit sem snýst um sólstöður og sólargang, en í þættinum gamla er honum sjálfum lýst á svofelldan veg: […] Stjörnu­Oddi […] var rímkænn maður svo að engi maður var hans maki honum samtíða á öllu Íslandi og að mörgu var hann annars vitur. Ekki var hann skáld né kvæðinn. Þess er og einkum getið um hans ráð að það höfðu menn fyrir satt að hann lygi aldrei ef hann vissi satt að segja og að öllu var hann ráð­ vandur kallaður og tryggðarmaður hinn mesti. Félítill var hann og ekki mikill verkmaður.9 Oddi þáttarins er allajafna vistmaður í Múla í Reykjardal en dreymir draum sinn í Flatey á Skjálfanda. Draumurinn sækir á hann í tveimur aðskildum svefnlotum; er framhaldsdraumur ef svo má að orði komast og segir af gesti sem kemur í heimsókn í Múla og tekur að skemmta mönnum með frásögn af Gautlandskonungum. Þegar upp er staðið reynist draumurinn þó ekki snúast fyrst og fremst um konunga heldur vitundina, tengsl svefns og vöku; skáldskapar, manns og veruleika svo ekki sé talað um einkenni og form frásagna. Í draumnum breytist Oddi í stystu máli í persónuna Dagfinn konungsskáld, yfirtekur í miðju kafi hlutverk sögumannsins, er á ferð og flugi með konungi sínum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.