Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 53
U m f r e l s i o g j ö f n u ð
TMM 2011 · 4 53
Ameríka varð af þessum sökum afar ofbeldisfullt samfélag, þrúgað
af arfleifð aftan úr villta vestrinu þar sem byssan skar úr um deilur
manna. Rétturinn til að bera vopn er tilgreindur í bandarísku stjórnar
skránni. Bandaríkjamenn hneigjast til þess, allt fram á okkar daga, að
vera tortryggnir – jafnvel fjandsamlegir – gagnvart íhlutun ríkisins um
sinn hag, jafnvel þótt um sé að ræða umhyggjusemi af því tagi að tryggja
öllum borgurum rétt til sjúkratrygginga.
Þrátt fyrir risavaxinn hallarekstur ríkisins og hraðvaxandi viðskipta
halla og trilljónir dollara í opinberum skuldum, neita margir hverjir
að borga skatta. Hægrimenn í Bandaríkjunum hafa að vísu þanið út
ríkisbáknið vegna fjárausturs í vígbúnað, en lækka á sama tíma skatta á
hina ríku og neita þar með að borga fyrir bruðlið. Og mesta vopnasafn
heims er ekki að finna í höndum einræðisherra þriðja heimsins – heldur
undir rúmum bandarískra borgara. Hömlulaus einstaklingshyggja og
djúprætt tortryggni í garð yfirvalda er enn þann dag í dag eitt helsta
sérkenni bandarísks þjóðfélags.
En þótt margt sé ólíkt er annað sláandi líkt með landnemaþjóð
félögum okkar Íslendinga og Bandaríkjamanna, þrátt fyrir aðskilnað í
tíma og rúmi. Í báðum þjóðfélögum var öfgakennd einstaklingshyggja
ráðandi. Samt einkenndust þessi þjóðfélög af meiri jöfnuði en fyrir
fannst í þjóðfélögum erfðaaðals í Evrópu. Ímynd Bandaríkjanna var sú
að þau væru land tækifæranna fyrir hina snauðu og útilokuðu. Þetta er
beinlínis skilgreining hins ameríska draums. Viljirðu leggja hart að þér,
geturðu orðið ríkur.
Íslenska tilraunin um þjóðfélag sem byggðist á nýfrjálshyggju
draumn um um frelsi einstaklingsins frá þvingunarvaldi ríkisins stóð
í 330 ár. Undir lokin fór þessu þjóðfélagi stöðugt hnignandi vegna
vaxandi ójafnaðar sem leiddi af sér félagslega upplausn, borgarastríð og
endanlega uppgjöf.
Ameríska tilraunin með frelsið hefur nú staðið í 235 ár. Þótt
Bandaríkin hafi enn aðdráttarafl fyrir snauða innflytjendur, aðallega
frá hinum „hrundu ríkjum“ (e. failed states) MiðAmeríku, er nú svo
komið að Bandaríkin eru orðin mesta ójafnaðarþjóðfélag heims. Á sl. 30
árum hefur ójöfnuðurinn náð slíkri stærð, að það vekur upp spurning
una: Er frelsið orðið að forréttindum hinna fáu – á kostnað útilokunar
hinna mörgu?
Lítum á fáeinar staðreyndir:
Vikuritið Economist gaf í jan. 2011 út sérhefti um hina ríku og
okkur hin („The Rich and the Rest of Us“), þar sem það birti mikið
talnaflóð um vaxandi ójöfnuð innan þjóðfélaga og milli hinna ríku