Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 14
G u ð n i E l í s s o n
14 TMM 2011 · 4
Björk Stefánsdóttir segir nýju andlitin „mun sveigjanlegri og ekki jafn
„fasísk“ og Kolbrún Halldórs“ og Þór Jóhannesson hvetur menn til
þess að hafa ekki „áhyggjur af bulludollunni hún hefur ekkert fyrir sér
og sameinumst um að strika hana út“. Ólafur B. Ólafsson segir yfir
lýsingu Kolbrúnar vera stærsta fíflaskapinn „korter í kostningar“ [svo]
á meðan Gunnar Th. Gunnarsson segir „Þetta fáið þið!“ við pólitíska
andstæðinga sína. „Á að fara aftur í fjallagrasafarið?“ spyr Guðmundur
Ragnar Björnsson og segir fólk finnast í vinstri grænum sem ekki hafi
„neitt jarðsamband“. Björn Indriðason segir flokkinn „[á] móti öllu!“ og
„Framtíðarsýn VG [vera] sem sagt að við dönsum úti á túni skít blönk
[svo] með blóm í hárinu“. Jóhann Elíasson spyr hvort „fólk í Norð
austurkjördæmi [ætli] virkilega að kjósa þetta yfir sig?“, á meðan Jens
Sigurðsson segir Kolbrúnu Halldórsdóttur vera veruleikafirrta og ein
hvern hinn mesta kjána „sem hefur tekið sæti á hinu há [svo] Alþingi“.
Rósa Aðalsteinsdóttir tekur undir orð Jens í athugasemdum við færslu
hans og segir Íslendinga hafa „leyfi frá almættinu að nýta náttúruna“.27
Þeir örfáu sem taka upp hanskann fyrir þingkonuna eru umsvifalaust
kveðnir í kútinn. Magnús Bergsson, sem bloggar á vefnum Náttúra og
hrósar Kolbrúnu fyrir skynsemina, er hvattur til að „hugsa aðeins út fyrir
húsvegginn hjá [sér]“ og Kristinn Svanur Jónsson segir „þetta nákvæm
lega lýsandi fyrir þá öfgastefnu sem er innan raða vinstri grænna. Drepa
atvinnulífið, drepa vonina, drepa metnað fólks til að standa sig og fæla
alla skynsama Íslendinga af landinu“. Hann hvetur fólk til þess að stoppa
„þessa sturluðu stefnu, kjósum EKKI vinstri græna!“28
Í fréttaskýringu sem birtist á vefritinu vinstrisinnaða Smugunni um
málið nokkrum dögum eftir kosningar kallar blaðamaðurinn Elías Jón
Guðjónsson málið „Storm í olíutunnu“.29 Áhugavert er hvernig Elías,
sem er fyrrverandi varaformaður ungliðahreyfingar vinstri grænna,
víkur sér undan því að taka á meginforsendunum fyrir því að ekki
eigi að fara í olíuleit á Drekasvæðinu, þótt hann vísi vissulega til hug
mynda um sjálfbærni. Hann leggur fremur áherslu á ýmsa óvissuþætti
sem tengjast olíuvinnslu á svæðinu, t.d. það hvort olíu sé þar yfirhöfuð
að finna og hvort hægt sé að ná til hennar. Olíuvinnsla verði því ekki
„stærsta viðfangsefni íslenskra stjórnmála á næstu árum“.
Svo vandræðaleg var yfirlýsing Kolbrúnar fyrir flokkinn að Stein
grímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, átti í mesta basli með að
snúa sig út úr málinu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2
þurfti að „ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort
flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hug
myndafræði flokksins.“ Steingrímur var að lokum þvingaður til þess að