Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 5
L í f i ð e r f é l a g s s k a p u r ! TMM 2011 · 4 5 Heimsbyggðin býr við markaðsvæðingu kapítalismans og rányrkju allra jarðargæða. Loks er Jörðin orðin að einni samfelldri nýlendu fjöl­ þjóðlegra risafyrirtækja. Einu gildir hvort Kína, Bandaríkin eða Ísland eiga í hlut. Jafnvel Grænland er orðið að Klondike ALCOA og Lands­ virkjunar. Kóróna markaðsvæðingar er sögð felast í samkeppni og að þeir hæfustu munu lifa. Á mannamáli þýðir það að fjölþjóðleg risafyrir­ tæki muni dafna en náttúra og alþýða blæða. Efnahagshrun Íslands á rót að rekja til hagvaxtartrúboðs markaðs­ hyggjunnar og spillingar. Öllu sem nafni tjáir að nefna var fórnað á altari hagvaxtar og einkavæðingar: landi, náttúrugæðum, bönkum, fólki og velferð. Til stóð að einkavæða allt vatn á Íslandi svo hægt væri að selja það og ALCOA fékk víðernin okkar vestan og austan Snæfells til eilífðarnota. Áður hafði Alúsviss, svo Alcan og hið alræmda Ríó Tintó fengið gefins fágæt hálendisauðæfi við Þjórsá og Tungnaá og við bjóðum Ríó Tintó meira. Norðurál fékk rafmagn Blöndu á gjafverði, svo og heiðalönd Blöndu og þótti ekki nóg – reyndi að véla til sín Þjórsárver. Það tókst næstum því. Þannig hefur verið unnið markvisst með fjöl­ þjóðlegum fyrirtækjum gegn hagsmunum almennings og kynslóðanna sem erfa munu landið, fórnirnar og skuldirnar. Náttúruvernd er fyrst og síðast mannvernd. Hún er siðvæðing og snýst um mannréttindi, virðingu fyrir lífi, komandi kynslóðum og sköpunar­ krafti Jarðar. Er þá ekki sorglegt að stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðis­ flokkur, sem lengst af hefur stjórnað Íslandi, á engan talsmann nátt­ úruverndar á Alþingi lengur? Flokkurinn hefur snúið baki við siðaboð­ skap og visku í mikilvægasta málaflokki á Jarðvísu, rétt eins og nátt­ úruvernd snúist um hægri og vinstri. Er það ekki einnig döpur umsögn um þennan valdamikla flokk, um Alþingi Íslendinga og íslenska þjóð að nú í upphafi 21. aldar er engin heilsteypt verndarlöggjöf til um þjóðar­ hagsmuni sem sitja ættu í öndvegi? Við eigum einstakt vatnaríki en án heildstæðrar vatnsverndarstefnu, erum útvegsþjóð án hafverndarstefnu, búum við sérstakt gróðurfar á eyju án gróðurverndarstefnu og í lands­ lagi á úthafshrygg sem ætti að vera meira og minna á heimsminjaskrá en er án heildstæðrar verndarstefnu. Við erum sinnulaus og stefnulaus og gráðug. Við rænum gæðum barna okkar um leið og við gumum af einstökum gáfum okkar og höfðingjablóði sem birtist samt alltaf sem þrælslund – nú síðast þrælslund gagnvart skúrkum fjölþjóðafyrirtækja og vafasömum auðmönnum. Í því blásnauða landi Bólivíu þar sem fólk hefur um langt skeið verið kúgað af herforingjaklíkum hafa almennir borgarar tekið við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.