Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 33
E l d a r o g e n d u r t e k n i n g a r í a l d i n g a r ð i n u m TMM 2012 · 1 33 sem komið hafa úr öllum áttum, þess efnis að græðgi hafi verið drif- kraftur gripdeildanna, gera hegðun þeirra sem tóku þátt í óeirðunum afbrigðilega og óeðlilega. Þegar stjórnvöld tilkynna lýðnum að engin pólitísk eða félagsleg skila- boð felist í óeirðunum, er í grunninn um að ræða eilífa endurtekningu hins sama. Er ýjað var að því að óeirðirnar í Brixton 1981 mætti rekja til niðurskurðar, atvinnuleysis og eftirlits með innflytjendum sagði Margaret Thatcher að „undir yfirskini samfélagslegra mótmæla“ hafi þeir sem tóku þátt leyft sér að njóta „hátíðar glæpa, gripdeilda og óeirða“.20 Slík viðbrögð eru í raun löngu orðin klassísk – eftir fyrrgreind átök bresku lögreglunnar og lettnesku byltingarsinnanna í Sidney Street, reis einmitt úr öllum áttum sama orðræðan um glæpamenn og óeirðarseggi. Sósíalistar um víða Evrópu beittu sínum ljótasta stimpli og sögðu hugarfar byltingarsinnanna kapítalískt – þar með gráðugt.21 Í þennan sama streng tók Theresa May þegar hún fullyrti að óeirð- irnar hafi hvorki snúist um mótmæli, atvinnuleysi og niðurskurð, né um fram tíð þeirra sem tóku þátt eða stöðu þeirra í heiminum, heldur hafi þau gengið út á tafarlausa ánægju og verslun, um tölvur og síma og hvað annað sem hendi var næst.22 Dagblöðin hafa allt frá því í ágúst endur- ómað þennan söng og ítrekað birt myndir af hinum syndugu, sem sáttir eru með innkaup dagsins, brosandi hýrir og sælir með fullar hendur af pokum fullum af vörum fullum af ánægju. „Þekkir þú þau?“ spyr Evening Standard og útskýrir að þetta séu „andlit sem smána London“. Efnislegur munur á þessum myndum og þeim sem birtast daglega af goðsögninni um hamingjusama neytandann, er enginn. Huglægur munur er það eina sem skilur þær að og hann stendur eða fellur með meðvitund lesandans, aðgreiningu á einni tegund vörueftirsóknar og annarrar – meðvitaðri afbyggingu á gæðum stolinna brauðhleifa. Sömu aðgreiningu er beitt á auglýsingarnar sem ásamt umfjölluninni af óeirðunum fylla síður dagblaðanna og smíða sterkan ramma utan um samfélagsmynstur sem eðlilega getur af sér gripdeildir. Mynstur ofið úr þráðum sem hrópa út í neyslutómið að nýjasti snjallsíminn sé „einfald- lega æðislegur“, það sé „ekkert mál“ að nálgast nýja vöru dagsins í dag og losa sig við þá sem var ný í gær, að þú getir keypt þér bíl „án þess að þurfa að selja ömmu þína“.23 Mynstur sem þrengir borgina, gerir hana að verslunarrými einu saman og sendir skýr boð út í samfélagið um að þeir sem ekki búa yfir nægum fjármunum eigi þangað einfaldlega ekkert erindi. Margir þeirra sem tóku þátt í óeirðunum hafa einmitt lýst hefðbundnu lífi sínu sem leiðinlegu, þeir hafi ekkert að gera í borginni – sem í útúrdúr kallast eins og úthugsað markaðstrix á við auglýsingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.