Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 36
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n 36 TMM 2012 · 1 aftur söm“, eða eins og blaðamaður Daily Mail komst að orði er hann rifjaði upp Brixton-óeirðirnar, að þá hafi „enginn slíkur atburður verið í ensku minni“,34 Slíkar yfirlýsingar eru sagnfræðingnum Peter Ackroyd, sem nefndur hefur verið „helsti núlifandi annálsritari Lundúna“35, aðhlátursefni er hann horfir í gegnum móðuna og bendir á mynstur sem mun endurtaka sig svo lengi sem borgin sjálf varir: Mér líka ekki þessir álitsgjafar sem sífellt segja að Lundúnir verði aldrei samar aftur. Lundúnir verða alltaf samar á ný. Ég man að þessar athugasemdir fóru hátt eftir hryðjuverkaárásirnar [í júlí 2005] … þær reyndust allar vera mark- lausar. Lundúnir voru nákvæmlega eins næsta dag.36 Mynstrið viðheldur sér en það er ekki þar með sagt að óeirðirnar séu merkingarlaus endurtekning sögunnar, að þeir sem léku Xenakis á götum Lundúna hafi í blindni fylgt fyrirframgefnu handriti. Inn- tak óeirðanna er annað og dýpra – og þvert á uppsetningu Theresu May, sem skilur óeirðirnar og konunglega brúðkaupið hvort frá öðru, varpa atburðirnir í sameiningu ljósi á innsta kjarna sama kerfisins, sömu menningarinnar. Varnarskildir lögreglunnar utan um vörur og stjórnvöld, fjölmiðlar meðvirkir valdhöfum og krafa hinna síðarnefndu um sjálfviljugt útgöngubann37 – þessir sýnilegustu þættir valdsins í bland við miðlæga stöðu vörunnar í mannanna tilveru, segja hátt og skýrt að óeirðirnar séu fyrst og fremst smættuð birtingarmynd þess samfélags sem þær beindust gegn. Darcus Howe hafði þá rétt fyrir sér þegar hann eignaði fjöldanum átökin. Óeirðarfólkið réðst á sig sjálft, gegn sér, fyrst og fremst sem þegnhlýðnum neytendum, það réðst á sig sem hluta fjöldans og heimtaði merkilegri tilvist, merkilegri stall til að standa á. Eins og Debord sagði um Los Angeles-óeirðirnar: Það sem bandarískir blökkumenn krefjast af virkilegri dirfsku er rétturinn til að fá raunverulega að lifa, og við nánari greiningu krefst það hvorki meira né minna en algjörs niðurrifs þessa samfélags. Þetta verður æ augljósara þar sem daglegt líf þeirra neyðir þá í síauknum mæli til að beita niðurrifsaðferðum.38 Holdtekja þessarar kröfu og þessa niðurrifs er þá síst vélræn endur- tekning heldur frekar flóð sem (ó)reglulega skellur á, ferðast í gegnum hraunbreiður sögunnar og skilur eftir sig far sem birtist í breyttri mynd í hvert sinn sem styttir upp. Frá einu slíku segir í Fyrstu Mósebók Biblíunnar, þar sem sagt er að Jehóva hafi viljað halda börnum sínum í Eden frá skilningi á öðru en hinu góða – það er vitsmunaleg ánauð sem sumir ganga svo langt að kalla frelsi. En með því að sannfæra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.