Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 49
K o n a f e r u n d i r va t n TMM 2012 · 1 49 búa saman.“ – „Ha? Í alvöru? Eftir allt það sem er á undan gengið? Og hvað segirðu? Buðu þau Jóni í reisugillið? Djöfussins fokking meðvirkni er þetta maður.“ Annar lykill er svo líklega hið breiða sjónarhorn. Lesandinn flögrar í sífellu af burst á bæ, inní baðstofu og út á engjar, eins og fuglinn frjáls. Í einu vetfangi erum við horfin frá „aðalpersónum“ yfir til vinnufólksins og fáum álit þess á gangi mála. Þegar gesti ber að garði bíður vinnukonan jafnan á bakvið skemmu til að ná tali af þeim er þeir halda heim á leið, og þá fyrst fær fólk að heyra hvað er í gangi á bænum. (Smáatriði eins og þetta eru dýrmæt innlegg í sögu Íslands.) Og fyrir vikið verður sagan breiðari þjóðlífslýsing, fjölbreyttari og blæbrigðaríkari, og höfðar til allra. Höfundur leyfir fleiri en einum að opna sig; líkt og persónur á sviði stíga þær fram og fá að tjá sig milliliðalaust. Allir eru mannlegir, enginn er alvondur eða algóður. Höfundurinn er það stór í sér að hann dæmir ekki börnin sín. Og þetta veldur því líka að við vitum í raun aldrei hver tekur næst til máls, sem skapar spennu og eftirvæntingu. Á köflum vitum við varla um hvern sagan er. Höfuðatburði í lífi ungu hjónanna á Nautaflötum, fæðingu hins feiga stúlkubarns Lísibetar, er til dæmis aldrei lýst beint heldur fáum við aðeins fregnir af honum í gegnum tal vinnukvenna á bænum. Þrátt fyrir almennt „lýsingaleysi“ höfundar minnir frásagnartæknin því oft á kvikmynd með hröðum klippingum, og jafnvel á nýjustu tísku í þeim bransa, að segja frá sama augnablikinu frá sjónarhorni margra persóna, tækni sem við könnumst til dæmis við úr myndum Tarantinos. Frásögnin af því þegar lýst er með þeim Þóru í Hvammi og Sigurði hinum rauðhærða í kirkjunni á Nautaflötum er ágætt dæmi um þetta. Við fáum sjónarhorn Sigurðar, sem fer til messu, sem og vinnukonu hans Möggu, sem einnig er í kirkjunni, en einnig Þóru sem heldur sig heima. Þá fáum við líka viðbrögð nær allra kirkjugesta við þessu reginhneyksli. Þeir flykkjast inn í kokkhúsið að messu lokinni og byrja að hneykslast hástöfum. Sigurður er kallaður út undir vegg af Jakobi hreppstjóra, Magga gamla ætlar inn í húsið en hættir við vegna kjaftagangsins sem þar fer fram. Og hér fáum við bæði sjónarhorn Möggu þegar hún sér hvar Sigurður er á tali við Jakob, og það hvernig hún hættir við að fara inn í kokkhúsið, en einnig sjónarhorn Sigurðar þar sem hann ræðir við Jakob og svo líka sjónarhorn fólksins í kokkhúsinu sem sér Möggu snúa við í gættinni. Úr verður allt að því kviksjá fremur en kvikmynd, þar sem sjónarhornin skjótast að lesandanum sem sér í gegnum síðuna og spegilmynd hennar í þeirri næstu. Það sem gerir þó útslagið með Dalalíf er náttúrlega sagan sjálf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.