Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 51
K o n a f e r u n d i r va t n TMM 2012 · 1 51 kvenna. Bók Laxness er saga um mann sem sáði í akur óvinar síns allt sitt líf. Bók Guðrúnar er saga konu sem þráir hjarta óvinar síns allt sitt líf. Hvort um sig eru þau Bjartur og Þóra föst í sínu þrældómskoti og í sífellu terroríseruð af yfirburðaljómanum og græskugæskunni sem stafar frá höfuðbólinu, Rauðsmýrarmaddömunni annarsvegar og Lísibetu Helgadóttur hinsvegar. Að öðru leyti eru bækurnar auðvitað gjörólíkar. Önnur er meðvituð metafóra hins „lærða“ og þaulsiglda höfundar, hins „frjálsa karlmanns“, tæknilega fullkomna orðfimleikamanns, sem sér hlutina í stóru sam- hengi og getur speglað örlög smælingjanna í stórviðburðum sögunnar, en hin rennur fram eins og bæjarlækurinn heima, sem aldrei fór neitt nema niður hlíðina, hrein og tær alþýðufrásögn, bein útsending úr líf- inu í inndölum Íslands, borin fram af dalvísri dóttur þeirra alls ósigldri og alls ólærðri, auðmjúkri konu sem aldrei fór neitt nema í næsta dal, sem aldrei gat borið sig upp við heimshöfunda og talaði við blaðamenn eins og uppáþrengjandi símasölumenn. Hvað er þá Guðrún frá Lundi? Er hún bókmenntir eða er hún afþrey- ing? Að mínu mati er hún kona sem fór undir vatn. Hún er góð sem slík en hér og þar skín á línur sem segja manni að hæfileikinn sem henni var gefinn hafi verið stærri en sá sem hún fékk að njóta. Af og til lyftist hún óvænt upp úr atinu þar sem hún stendur við framvinduna eins og handsterk vinnukona sem þeytir frá sér þremur nýjum persónum á dag og slettir í eina jarðarför í bland. Af og til glampar á annan og enn stærri höfund. Bls. 410: „Ætlarðu að fara að byggja?“ spurði Magga. „Já, auðvitað strax í vor.“ Sigurður leit til Þóru, hún drakk kaffið án þess að líta upp eða láta það sjást, að hún heyrði, hvað þau sögðu. „Ég hef glugga sunnan á stafninum og svo annan þarna hjá eldavélinni.“ Hann benti á, hvar eldavélin ætti að vera. Magga horfði í sömu átt. „Hvaða svosem umturnun er þetta í stráknum? Hefur hann ekki nema rifið ofan af rúminu? Er ég nú aldeilis hissa“ sagði Magga og lést vera alveg forviða. Þóra gaut hornauga til rúmsins með sama svip og krakki til brotins bolla, sem hann hefur tekið út hirtingu fyrir. Þetta er ótrúlega næm lýsing á einu augnaráði. Bls. 530: Svo var tekin stór gröf, hlaðin innan með grjóti, svo moldin hryndi ekki ofan á kistuna litlu, sem var látin síga niður í þetta gímald, alþakin blómum, og sýndist svo ákaflega einmana. Svo var stór tréfleki lagður yfir gröfina eins og skilrúm milli lifandi og dauðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.