Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 65
L á r v i ð a r s k á l d TMM 2012 · 1 65 verið hafði vinur og félagi Jónasar í ritnefnd Fjölnis (22 atkv.), Sigurður Jónasson (22 atkv.), Hannes Hafstein (15 atkv.), Björn Jensson (13 atkv.) og Jón Sveinsson (9 atkv.).8 Svo fór að hinu rétt tvítuga raunsæisskáldi var falið að skrifa inngang að bókinni.9 Hannes gerir þar athyglisverðan samanburð á Jónasi og Bjarna. Eftir að hafa rökstutt að sá fyrrnefndi sé í sínu innsta eðli náttúruskáld – eða „natúralisti“ eins og Hannes nefnir það – og að því leyti líkur ensku Vatnaskáldunum, segir hann að í nokkrum kvæðum Jónasar megi greina áhrif annarra höfunda. Þannig bera kvæðin, sem hann orti áður en hann fór utan, ljósan blæ af því, að hann hefur tekið Bjarna Thórarensen sjer til fyrirmyndar, og þau áhrif halda áfram gegnum flest erfiljóð Jónasar, en krapti Bjarna og dýpt nær hann ekki, og hið rómantíska f lug hans hefur hann ekki; er það ekki af því, að hann sje á móti því með vilja; hann hefur aukheldur reynt að ná því, t.d. í kvæðinu „Til vinar síns“ o. fl., en það stríðir á móti eðli hans sem náttúruskálds, að geta það. Bjarni er miklu hugmyndaríkari, en aðalmunurinn á þeim sem skáldum er sá, að þar sem Bjarni hvessir augun beint inn í mannlífið, þar sjer Jónas líf mannanna gegnum myndir landsins og málsins, með öðrum orðum, Bjarni er skáld hins innra, Jónas meira hins ytra.10 Hér að eingöngu verið að ræða um erfiljóð skáldanna en engu að síður eru ljóð Bjarna notuð sem mælikvarði (kanóna) á ljóð Jónasar. Jónas stenst ekki fyllilega þann samanburð en það er skýrt þannig að hann sé ekki rómantískt skáld heldur natúralisti. Á móti þessu vega síðan tvenn ummæli um skáldgáfu Jónasar sem Hannes hefur eftir Bjarna sjálfum. Í fyrsta lagi hafi það verið kvæðið „Gunnarshólmi“, sem birtist í Fjölni 1838, „sem lokkaði út úr Bjarna Thórarensen þessi orð: „Nú held jeg mjer sje bezt að fara að hætta að yrkja.““11 Í öðru lagi segir Hannes að þegar skáldin hafi hist í Reykjavík 1841 hafi Bjarni „klappað á öxlina á Jónasi og sagt: „Þegar jeg dey, þá verður þú eina þjóðskáldið okkar, Jónas minn“.“12 Í báðum þessum dæmisögum er Bjarni að mæla sig við Jónas og kemst að þeirri niðurstöðu að hann standi í besta falli jafnfætis þessum snjalla sporgöngumanni sínum. Ritgerðir Jónasar frá Hrafnagili og Hannesar Hafstein virðast hafa haft veruleg áhrif á umfjöllun annarra um Bjarna og Jónas á næstu árum og áratugum, þar á meðal skrif erlendra fræðimanna en um þau var gjarnan fjallað í íslenskum blöðum og tímaritum. Árið 1889 birtist í Skírni þýðing á kafla um Ísland eftir Philipp Schweitzer úr heims- bókmenntasögu sem komið hafði út í Þýskalandi. Þar er Bjarni sagður vera sá „sem mest vakti þjóð sína og bar vott um krapta hennar á fyrra hluta 19. aldar“ en Jónasi er lýst sem annarri jafnbjartri stjörnu „á hinum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.