Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 65
L á r v i ð a r s k á l d
TMM 2012 · 1 65
verið hafði vinur og félagi Jónasar í ritnefnd Fjölnis (22 atkv.), Sigurður
Jónasson (22 atkv.), Hannes Hafstein (15 atkv.), Björn Jensson (13 atkv.)
og Jón Sveinsson (9 atkv.).8 Svo fór að hinu rétt tvítuga raunsæisskáldi
var falið að skrifa inngang að bókinni.9 Hannes gerir þar athyglisverðan
samanburð á Jónasi og Bjarna. Eftir að hafa rökstutt að sá fyrrnefndi
sé í sínu innsta eðli náttúruskáld – eða „natúralisti“ eins og Hannes
nefnir það – og að því leyti líkur ensku Vatnaskáldunum, segir hann að
í nokkrum kvæðum Jónasar megi greina áhrif annarra höfunda.
Þannig bera kvæðin, sem hann orti áður en hann fór utan, ljósan blæ af því, að
hann hefur tekið Bjarna Thórarensen sjer til fyrirmyndar, og þau áhrif halda
áfram gegnum flest erfiljóð Jónasar, en krapti Bjarna og dýpt nær hann ekki, og
hið rómantíska f lug hans hefur hann ekki; er það ekki af því, að hann sje á móti
því með vilja; hann hefur aukheldur reynt að ná því, t.d. í kvæðinu „Til vinar
síns“ o. fl., en það stríðir á móti eðli hans sem náttúruskálds, að geta það. Bjarni
er miklu hugmyndaríkari, en aðalmunurinn á þeim sem skáldum er sá, að þar
sem Bjarni hvessir augun beint inn í mannlífið, þar sjer Jónas líf mannanna
gegnum myndir landsins og málsins, með öðrum orðum, Bjarni er skáld hins
innra, Jónas meira hins ytra.10
Hér að eingöngu verið að ræða um erfiljóð skáldanna en engu að síður
eru ljóð Bjarna notuð sem mælikvarði (kanóna) á ljóð Jónasar. Jónas
stenst ekki fyllilega þann samanburð en það er skýrt þannig að hann sé
ekki rómantískt skáld heldur natúralisti. Á móti þessu vega síðan tvenn
ummæli um skáldgáfu Jónasar sem Hannes hefur eftir Bjarna sjálfum.
Í fyrsta lagi hafi það verið kvæðið „Gunnarshólmi“, sem birtist í Fjölni
1838, „sem lokkaði út úr Bjarna Thórarensen þessi orð: „Nú held jeg
mjer sje bezt að fara að hætta að yrkja.““11 Í öðru lagi segir Hannes að
þegar skáldin hafi hist í Reykjavík 1841 hafi Bjarni „klappað á öxlina
á Jónasi og sagt: „Þegar jeg dey, þá verður þú eina þjóðskáldið okkar,
Jónas minn“.“12 Í báðum þessum dæmisögum er Bjarni að mæla sig við
Jónas og kemst að þeirri niðurstöðu að hann standi í besta falli jafnfætis
þessum snjalla sporgöngumanni sínum.
Ritgerðir Jónasar frá Hrafnagili og Hannesar Hafstein virðast hafa
haft veruleg áhrif á umfjöllun annarra um Bjarna og Jónas á næstu
árum og áratugum, þar á meðal skrif erlendra fræðimanna en um þau
var gjarnan fjallað í íslenskum blöðum og tímaritum. Árið 1889 birtist
í Skírni þýðing á kafla um Ísland eftir Philipp Schweitzer úr heims-
bókmenntasögu sem komið hafði út í Þýskalandi. Þar er Bjarni sagður
vera sá „sem mest vakti þjóð sína og bar vott um krapta hennar á fyrra
hluta 19. aldar“ en Jónasi er lýst sem annarri jafnbjartri stjörnu „á hinum