Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 73
L á r v i ð a r s k á l d TMM 2012 · 1 73 eptir þeirri aðferð, má kalla hinn sögulega dóm. En svo er hin dómsaðferðin; það má gefa henni ýms nöfn. Hún er sú, að menn dæma skáldin að eins eptir því, hvernig þau koma fram í verkum sínum, hvernig oss finnst þau vera, án þess að taka hið minnsta tillit til þess, á hvaða tíma þau lifðu; menn rífa þau út úr þeirra eigin tíma. Menn leggja þá alla áherzlu á, hve fullkomin þau eru í list sinni, en gæta ekki að, við hvað þau hafa átt að búa, hvað á undan þeim er gengið, og hvað hefir gjört þá fullkomna. Ef eitthvert skáld vinnur sigur á einhverjum erfiðleikum, eða kemur fram með nýja stefnu, þá getur það haft meiri sögulega þýðingu, en yngra skáld, þó það sé fullkomnara í listinni. Af þessu má sjá muninn á þessum tveimur dómum. Dæmum vér þá Bjarna og Jónas sem skáld, verða dómarnir tveir, eptir því hvorri dómsaðferðinni vér fylgjum. Eg skal eigi hér fara að dæma um þá sem skáld, því rúmið leyfir það eigi, en þessar dómsaðferðir þurfum vér Íslendingar að athuga, hvort sem vér dæmum um þá eða aðra.43 Án þess að segja það beinum orðum virðist Bogi telja að þótt Jónas hafi hugsanlega verið „fullkomnari í list sinni“ en Bjarni þá hafi verk þess síðarnefnda haft meiri bókmenntasögulega þýðingu á sínum tíma. 4 Í fyrrnefndri grein um þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson segir Þórir Óskarsson að Bjarni Thorarensen hafi verið fallandi stjarna á síðustu áratugum nítjándu aldar. Vaxandi gengi Jónasar hafi aftur á móti verið innsiglað með líkneskinu sem var afhjúpað í Reykjavík á aldarafmæli skáldsins árið 1907. „Ef undan er skilin sjálfsmynd Bertels Thorvaldsens sem reist var á Austurvelli 1874 var þetta í fyrsta sinn sem íslenskum listamanni var sýndur slíkur sómi og raunar vekur athygli að fyrr var ráðist í að gera styttu af Jónasi en þjóðhetjunni Jóni Sigurðssyni (1911) og landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni (1924).“44 Þórir minnist ekki á brjóstlíkneskið af Bjarna frá 1888 né brjóstmynd af Kristjáni Jónssyni Fjallaskáldi sem frændi hans og alnafni, Kristján Jónasarson umferðarsali byrjaði að safna fyrir ásamt Jakobi Gíslasyni kaupmanni á Akureyri í kringum 1890.45 Sú söfnun varð reyndar til þess að Matthías Jochumsson birti klausu í Lýð þar sem boðað var til samskota fyrir gerð brjóstmyndar af Jónasi Hallgrímssyni. Jónas er þar kallaður „Íslands mesta listaskáld á þessari öld og landsins einasta skáld í sinni tegund“. Ekki er dregið úr ágæti þeirrar hugmyndar að reist sé minnismark um Kristján Fjallaskáld „en ekki getum vér varist að benda á, hve miklu nær eyfirzku fólki stæði að reisa minnismerki slíkum afbragðsmanni, sem Jónasi“.46 Nú brá hins vegar svo við að í næsta tölublaði Lýðs birti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.